Eimreiðin - 01.07.1924, Qupperneq 120
312
TÍMAVÉLIN
EIMRElö1^
hverju kóralrifinu frá Oolitisku öldinni, umkringdur af skrið'
drekum. Eða ef til vill ráfar hann um strendur salthafanna
miklu frá Triassic-öldinni. Eða hélt hann fram í tímann, inn a
næstu aldirnar, þar sem mennirnir eru enn þá menn, en hafa
fengið svör við ráðgátum þeim, sem við glímum við, og lausn a
hinum þreytandi viðfangsefnum vorra tíma? Hefur hann koW'
ist inn á manndómsár mannkynsins? Því ekki get ég hugsað
mér, að vorir tímar, með alla sundurþykkjuna, heimskuna oS
yfirborðsþekkjuna, sé hápunkturinn á menningarskeiði mann-
kynsins. Eg get ekki hugsað mér það. Hann hafði aftur a
móti litla trú á framförum mannkynsins, við höfðum deilt uW
það atriði löngu áður en tímavélin varð til. Hann bjóst við,
að á eftir hinni auknu menningu mundi afturkastið koma,
menningin hrynja í rústir og tortíma þeim, sem hana höfðu
skapað. Þó svo væri, yrðum við að gera ráð fyrir hinu gagU'
stæða. En fyrir hugskotssjónum mínum er framtíðin eins og
lokuð bók, sem enginn fær lesið, þótt saga hans varpi af
hendingu ljósi á eitt og annað. Og ég hef hjá mér, að gamm
mínu, tvö einkennileg, hvít blóm, sem nú eru orðin velkt og
skrælnuð, því til sönnunar, að jafnvel þegar líkams- og sálar-
orkan var glötuð, lifði þó enn þakklátssemin og samúðin 1
hjörtum mannanna. Endir.
Ritsjá.
Páll Eggert Ólason: MENN OG MENTIR siöaskifta-aldarinnar *
Islandi, III. bindi. Rvík (Bókaverzlun Arsæls Arnasonar) 1924.
Stööugt rofar betur og betur til í sögu liðinna alda hinnar íslenzku
þjóðar. Fyrir svo sem áratug síðan uröu menn almennast að láta ser
nægja nokkurn veginn ítarlegt yfirlit yfir sögu þjóðarinnar frá upphat'
Islands bygðar og fram til loka Sturlungaaldar, en slifur úr atburðum
og æfisögum merkustu mannanna eftir það. Mátti svo heita, að sagan
staðnæmdist við gamla sáttmála. Þá var það, að ]ón Aðils lagði inn 3
nýjar brautir með ritum sínum. Háskólinn okkar nýstofnaði naut þess ab