Eimreiðin - 01.10.1925, Blaðsíða 16
300 ' „VERTU HJÁ OSS“ eimreiðiN
Ég hef í raun og veru að eins bent yður á eina hlið sam-
býlisins við annan heim, þá hliðina, sem sagan um ferðina
1il Emmaus gefur sérstakt tilefni til. Mig langar til, í sem
fæstum orðum, að benda yður á aðra hlið málsins, sem óneit-
anlega er hugnæm. Enski presturinn, sem ég mintist á áðan,
og sagt hefur söguna um framliðnu móðurina, sem huggað'
barnið sitt, er einn þeirra manna í veröldinni, sem mesta
reynslu hafa í sálrænum efnum. Sjálfur er hann gæddur óvenju-
legum sálrænum hæfileikum og konan hans líka. Þau biðja
guð um það á tilraunafundi, að tveir framliðnir ástvinir þeirra
komi til þeirra. Og þeir koma bráðlega. Presturinn spyr þa
þessa gesti úr ósýnilegum heimi, hvernig þetta hafi nú gerst.
Þeir svöruðu hvor eftir annan, og efnið var það sama í svan
beggja, þó að orðin væru ekki þau sömu. Ég ætla að láta
ykkur heyra, hverju annar svaraði. »Þegar þið voruð að biðj-
ast fyrir í byrjun fundarins«, sagði hann, »þá heyrði ég bæn-
ina. Þá vissi ég, að þið voruð við mér búin, og kom tafar-
laust*. »En«, sagði presturinn, »við báðum til okkar himn-
eska föður, en ekki til þín«. »]á«, sagði gesturinn, »en bæmr
ykkar fara ekki beint til föðurins. Þær fara gegnum öll sviðm
á leiðinni upp, og við heyrum þær líka. Þá vitum við, hvað 1
þeim er, sem kemur okkur við, og við förum og gerum það,
sem við eigum að gera«.
Það er skylda mín að benda yður á, að þessi skýring hins
ósýnilega gests prestsins er ekki vísindalega sannað mál. Það
er ramlega sannað, að verur úr öðrum heimi birtast hér a
jörðunni. Hitt er örðugra að sanna, hvað gerist í öðrum
heimi. En presturinn, sem hefur þessa miklu sálrænu reynslu,
1ekur skýringuna gilda. Hann veit, hve þessir ósýnilegu gestu
’hans hafa komið með mikið, sem reynst hefur áreiðanlegh
og hann sér ekki ástæðu til að véfengja þetta, sem er til'
lölulega einfalt mál. Ég verð að segja það, að mér finst skýr'
ingin einkar skynsamleg. Og mér finst það mikilsvert að hafa
fengið skynsamlega og skiljanlega skýringu á áhrifum bænar'
innar, sem svo mikið hefur verið um deilt í heiminum. Þrát|
’fyrir hinn mikla trúarhæfileika sumra manna, er mikill hlut'
mannkynsins svo gerður, að honum er óendanlega mikil friðuu