Eimreiðin - 01.10.1925, Blaðsíða 88
372
HVAÐ ÆTLI BISKUP SEGI?
eimreiðin
ung stúlka með blæju fyrir andliti. Þau gengu í kirkju og
tóku sér sæti í krókbekk án þess mikið bæri á.
Þetta var síðasta ræðan, sem Calvin hélt í þeirri kirkju, og
hann hreif áheyrendurna meira en hann hafði gert nokkurn
tíma áður. Þeir fengu ósvikna ofanígjöf. En þessi óvanalegi
ákafi í prestinum staðfesti enn betur þann grun áheyrend-
anna, að hann hefði slæma samvizku.
Að ræðunni lokinni tautaði gildi maðurinn í krókbekknum-
»Þetta var ósvikin ræða«. Stúlkan greip hönd hans og þrýsti
hana. Augu hennar ljómuðu. Svo stóðu þau á fætur og fóru.
Þau voru komin út áður en Calvin blessaði yfir söfnuðinn og
heyrðu því ekki, þegar hann sagði úr ræðustólnum:
»Eg segi af mér prestsembættinu hér við kirkjuna«.
Við þessi orð varð ys og þys um alla kirkjuna, en Calv*n
snerist á hæli og hvarf ofan úr prédikunarstólnum. Svo gi"elP
hann hatt sinn í skyndi og fór út um'bakdyrnar og hélt rak-
leitt heimleiðis. Honum var létt um hjartað. Loksins var hann
frjáls maður. í hjarta sínu þráði hann að vinna fyrir go11
málefni og láta til sín taka, en hann fann, að í þessum söfn-
uði gat hann ekki unnið lengur.
Þegar hann nálgaðist prestsetrið, sá hann stóran og lura'
legan mann standa á tröppunum. Það var biskupinn. Calv'11
vísaði honum inn á skrifstofuna.
»Ég skal ekki tefja yður lengi, drengur minn«, sagði biskup
rólega um leið og hann fékk sér sæti. »Hvað á allur þesSl
gauragangur hér að þýða?« Hann leit hvast á prest.
»Þér hafið víst þegar fengið fréttirnar«, svaraði Calvn1
stuttur í spuna. »Ég varð sekur um óvarkárni, en ég hef
ekki framið neitt rangt, eins og ég hef verið kærður um4-
Hann þagnaði og rétti úr sér. Svo hélt hann áfram:
»Ég hef verið hér prestur í eitt ár, herra minn, og alla’1
þann tíma hef ég verið lítilfjörlegur oddborgari, í engu beti'1
en fólkið, sem ég hef átt að leiða. Ég get ekkert gagn gert
hér lengur. Sannleikurinn er sá, að ég hef sagt upp starfinu*-
Biskup horfði niður á stígvélin sín. »]æja«, sagði hann>
»ég hlustaði nú á ræðuna yðar áðan, og það var enginn
oddborgarablær á henni, fanst mér. Hún var ágæt, — kon1
beint frá hjartanu«.