Eimreiðin - 01.10.1925, Blaðsíða 10
294
VERTU HJÁ OSS
EIMREIÐlN
sannfæring um, og geti verið einhver blekking óveruleikans^
Ég efast svo sem ekki um það, að guð sé hjá þeim, þó að
þeir biðji ekki um það. En ég hygg, að líf þeirra mundi
eins og lyftast upp í æðra veldi, ef þeir gætu öðlast þá sann-
færing um samvinnu við guðdóminn, sem bænin veitir að
minsta kosti mörgum mönnum. Og ég held, þó að hugsunin
kunni að þykja kynleg í fyrstu, að bænirnar geri æðri mátt-
arvöldum margfalt auðveldara að styðja mennina og styrkja-
Ég vík ofurlítið að því síðar.
Hvernig er guð hjá oss?
Eins og þið getið nærri, ætla ég mér ekki þá dul að svara
þeirri spurningu að fullu. Sá maður, sem það ætlaði að gerar
yrði að skilja guðdóminn út í æsar — og til þess þarf að
líkindum alla eilífðina. Guðdómurinn er óendanlegur, og það
má vel vera, að hann nái til vor á óendanlega margvíslegan
hátt, sem vér getum enga hugmynd gert oss um. En það
eru til hliðar á návist guðs — ef ég má kveða svo að orði —
sem vér getum sagt að vér skiljum, þó að í öllum efnum sé
skilningur vor ófullkominn, og ekki sízt í þessum. Ég ska'
benda á fáein dæmi.
Hvenær sem ásetningurinn til þess góða eflist í sálum vor-
um, þá er guð hjá oss. Hvenær sem kærleikurinn til manna
eða málefna eflist með oss, þá er guð hjá oss. Hvenær sem
vér gerum eitthvert góðverk, þá er guð hjá oss. Hvenær sem
vér leggjum eitthvað í sölurnar af góðum hug, þá er guð hjá
oss. Hvenær sem fyrirgefningarhugurinn eykst með oss, þá
er guð hjá oss. Hvenær sem þrekið til þess að bera and-
streymið eða fylgja köllun vorri og gera skyldu vora eflist,
þá er guð hjá oss. Hvenær sem þorstinn eftir sannleikanum
verður ákveðnari í sálum vorum, þá er guð hjá oss. Hven®r
sem máttur vor eykst til þess að fá guðs vilja framgengt með
einhverjum hætti, þá er guð hjá oss. Hvenær sem heilöS
vandlæting eflist í sálum vorum út af því að sjá réttlætið og
sanngirnina og sannleikann og mannúðina fótum troðið 1
heiminum, þá er guð hjá oss. Alt er þetta frá guði komið-
Alt er þetta efling hans anda í sjálfum oss.
En vér erum ekki einir á þessari jörð. Vér erum í sam-
býli við aðra menn, í raun og veru við alla menn í þessum