Eimreiðin - 01.10.1925, Blaðsíða 12
296 „VERTU H]Á OSS“ eimreiðiN
bersýniiega sú, að haga tilverunni svo, að fulltrúar hans úr
öðrum heimi geta komið til vor og skift sér af oss, einkum
framliðnir ástvinir vorir. Stundum vitum vér af því. En því miður
vitum vér oftast ekki af því — að minsta kosti ekki í vökunm-
Og nú langar mig til að minnast á eina mótbáru gegn þvu
sem ég er nú að segja. Hún er auðvitað ekki svaraverð.
En hún þvælist fyrir mönnum aftur og aftur og ár eftir ár,
hvernig sem hún er kveðin niður — eins og afturganga ur
einhverjum veröldum vitleysunnar. Og henni er haldið fraiu
af mönnum, sem sumir taka mark á, líklegast mest fyrir það’
að ýmsir þeirra hafa hlotið það hlutverk að boða fagnaðar-
erindi ]esú Krists. Mótbáran er í því fólgin, að það sé verið
að gera framliðnum ástvinum vorum skömm með því að halda
því fram, að þeir láti sér ant um oss hér, eða eins og einn
danski presturinn orðar það, að þetta »sýni andana sem ger'
samlega andlausar verur, sem séu að fást við hinar lítilvæga
sorgir og fátæklegu áhyggjur mannanna«.
Ég efast um, að neitt annað sé ljósara dæmi þess, hve
langt menn eru komnir frá hinum upphaflega kristindónU-
]esú frá Nazaret þykir svo mikils vert um þennan heim, með
»hinum lítilvægu sorgum og fátæklegu áhyggjum mannanna4>
að hann fullyrðir, að sjálfur faðir hans á himnum láti ekkefí
í heiminum afskiftalaust. Það er nákvæmlega sami boðskap'
urinn, sem vort mikla skáld, Matthías ]ochumsson, flytur >
einum sálminum sínum:
„I hendi guðs er hver ein tíð,
í hendi guðs er alt vort stríð,
hið minsta happ, hið mesta fár,
hið mikla djúp, hið litla tár“.
Ekkert er svo Iítilvægt eða fátæklegt, að hann fyrirlíti það.
sem æðstur og vitrastur er alls. Því að alt hefur það eilífðai"
gildi. Það er kenning ]esú Krists. Og það er kenning Matt'
híasar Jochumssonar. Og svo koma þessir spekingar, sem
telja sig vera að halda uppi málefni ]esú Krists gegn okkur
hinum, og fullyrða, að það sé smán fyrir framliðna menn að
hugsa sér, að þeir »séu að fást við hinar lítilvægu sorgir oS
fátæklegu áhyggjur mannanna®! Mér finst ekki þurfa að raeða
það mál frekara.