Eimreiðin - 01.10.1925, Blaðsíða 74
358
HVAÐ ÆTLI BISKUP SEQI?
eimreiðin
Hann mintist þess einnig hálf-skelkaður, að hann hafði dreypt
vörum í vín, drukkið skál háskólans. Auðvitað hafði hann
gætt sín að kingja engu. En hann hafði fundið til einkenni-
lega sællar meðvitundar um að vera nú orðinn heimsmaður.
Og það var einmitt rétt eftir þetta, sem hann hafði gengið út
í tunglsljósið og kyst á hönd stúlkunnar.
Svo hvarflaði hugur hans að litla, ósjálega prestssetrinu
heima. Þar var alt í niðurníðslu. Einu sinni í viku var tekið
til í húsinu; það gerði gigtveika kerlingin hringjarans. Og
hann fór að hugsa um Tibbett-systurnar þrjár, sem höfðu
bersýnilega strengt þess heit að giftast honum. Að vísu ga*
hann ekki átt þær allar, en hann vissi, að flæktist hann ein-
hvern tíma út í að giftast einhverri þeirra, yrði hann að hafa
hinar tvær í eftirdragi það sem eftir væri æfinnar. Og ekki
yrði tilbreytnin meiri fyrir það. Þær voru allar hver annari
líkar og klæddu sig allar líkt. Og synd hefði verið að segja»
að þær væri tælandi. Sóknarbörn hans vildu endilega Iáta
hann giftast. Ungur prestur getur aldrei talist ráðsettur og
öruggur fyrir freistingunum fyr en hann er kominn í hjóna-
band. Calvin þráði ósjálfrátt þægindi þau og félagsskap, sem
hann áleit, að hjónabandið gæti veitt. En hann trúði ekki á
ákafa ást. Honum fanst hún hljóta að eiga eitthvað skylt vi&
synd og siðleysi. En hann var sannfærður um, að góð o5
heimaelsk kona gæti orðið sér mikil stoð. Þó vildi hann ekki
Tibbett-systurnar; honum gazt ekki að þeim.
Calvin naut með velþóknun þægindanna í hinum skrautlega
farþegavagni. Þrír gamlir bekkjarbræður hans höfðu í gleð'
inni yfir endurfundunum og ofurlítið sætkendir sýnt af sér Þa
rausn að borga fyrir hann farið. Þetta hafði verið dásamleS
vika. Hið vakandi auga safnaðarins hafði ekki ónáðað hann
þenna stutta tíma. Hann tók að lesa kýmnissögu í tímaritsheft1
einu, sem einhver bekkjarbræðranna hafði stungið í vasa hans-
Þegar hringt var til miðdegisverðar í síðasta sinn, munái
Calvin alt í einu eftir því, að hann var svangur. Borðsalurinn
var fullur af fólki, og var honum vísað til sætis við lítið borð-
Andspænis honum við borðið sat ung stúlka, sem leit á hann
forvitnislega bláum augunum, um leið og hann tók sér saeti.
Barkakýlið á Kalvin tók að titra og skjálfa, og til þess $