Eimreiðin - 01.10.1925, Blaðsíða 46
330
NORRÆN SÁL
eimreiðin
heldur er baráttan fullkomnasta tákn fjarlægðarinnar og getur
verið inngangur að vináttu. Þetta kemur fram bæði í þýzkum
og enskum fornljóðum. Og Valhöll sjálf er tákn slíkrar vin-
samlegrar baráttu.
Útgripið til sigurs er æðsta augnablik norræns bardaga-
manns, en ekki sjálft augnablik sigursins eða nautn hans a
eftir. Fyrir því þekkir norræn sál — og ef til vill hún ein —
hátíðina í dauðanum: hún megnar að fórna líkama sínum
þessu æðsta augnabliki, sem ljómar »skömmu fyrir sigurinn4
og fær við slíka fórn sinn fegursta ljóma, við þá sóun líkam-
ans, er kemur í veg fyrir, að hann fái notið sigursins. Nautn
— tilfinning hreinnar nútíðar — gildir lítt í augum norraens
manns á móts við það augnablik, sem hefur í sér fólgna fjar-
lægð. Þessi hátíð sjálfs-sóunarinnar í útgripinu til sigurs er
inntak flestra forn-norrænna hetjukvæða; þau mæra æðsta
augnablik hetjunnar, hið síðasta og firðauðgasta. Það er þetta,
sem rekur Gunnar Gjúkason til Húna; yfirvofandi bani er
lítilvægur í augum hans; sjálfs-sóunin, hátíð útgripsins og fjar'
virkur orðstír er honum meira virði en öll tilvist í saddri nu-
tíð. Þannig gengur Teja Gotakonungur fram fyrir lið sitt a
Vesúvíusfjalli og berst einn gegn fjandmannahernum; hann
sóar sjálfum sér í ofurhuga. Þannig lætur Byrhtnóð greih’
foringi Engilsaxa, víkingana eiga ótálmaðan veg að ströndinni!
hann neytir ekki landslagsins sér í hag, heldur vill hann
drengilegan bardaga við jafnoka óvin, því að einungis í slíkrl
baráttu er hátíð. Þannig sóar Hákon konungur góði líkama
sínum á konunglegan hátt:
Hrauzk ór herváöum,
hratt á völl brynju
vísi veröungar,
áör til vígs tæki.
Lék við ljóðmögu,
skyldi land verja
gramr enn glaðværi,
stóð und gollhjálmi.
Þessi orð eru hreinn hljómur af norrænu eðli.
Sjálfs-sóun norrænnar höfðingslundar myndi þegar í fyrnsk11
hafa leitt til eyðingar kynsins, ef norræn sál þekti ekki einmS
gagngripið, sem leiðir til varfærni, þ. e. til viljandi takmÖi-}1'
unar á sjálfum sér, til þess að fórna hátíð reynslunnar í V1 .
und um ábyrgð sína gagnvart fjarlægum kynslóðum. Varfmrn
er ekki neinn »eiginleiki« norrænnar sálar, heldur aðeins m
hliðin á ofurkappinu, sem er hátíð útgripsins. Oftast raeðn
önnur hliðin í æskunni, en hin í ellinni.
Öðruvísi er vestrænni sál háttað í samlífi. í norrænu hjóna