Eimreiðin - 01.10.1925, Blaðsíða 48
332
NORRÆN SÁL
EIMREIÐIN
það getur verið reist á því að þýðast einveruna eða hafna
henni. Norræna sál einkennir játun á öllum örlögum og Þa
einnig á þessari örlagaþrungnu einveru sálarinnar . . . Játun
á örlögunum ríkir í allri norrænni baráttu, líka á þeim örlög-
um, sem skilja sálirnar. Hrein-norræn hetja er einmana; að
því leyti er hún ólík öllum öðrum hetjum, sem eru ekki nor-
rænar eða ekki lengur hrein-norrænar, t. d. hinum grísku het)-
um. í Ilionskviðu ólgar stöðugt fólkið, margraddaður fjöldinn,
sem áhorfandi að baráttu hetjanna, og þessi rödd fjöldans er
einn þátturinn í samhljómi kvæðisins. Alt öðru máli er að
gegna í frásögninni um dauða Niflunga, þar sem hið norréena
eðli kemur hreinast fram í hinni forníslenzku mynd sögunnar,
kvæðinu um dauða Gunnars og Högna. Að vísu er þar oQ
minnst á fylgdarlið og húnska hermenn o. s. frv., en það eru
alt fölir og þöglir skuggar í baksýn; þeir styrkja þann hljóm
einverunnar, þar sem bræðurnir koma þegjandi fram til hinztu
baráttu. Og loks slitnar og þeirra einmanalega tvenning 1
sundur: þeir deyja hvor í sinu lagi. Gunnar vill sjá hjarta
Högna, vopnfélaga síns og bróður; hann vill vera síðastur
einmana, því að í einverunni fullkomnast fyrst hetjuskapur hans-
Ey vörum fýja,
meðan tveir lifðum;
nú’s mér engi,
es einn lifik (Atlakv. 28).
Öll slík reynsla er vestrænni sál fjarlæg og algerlega óskil)"
anleg. Hún getur að vísu heldur ekki komist yfir örlaga'
mörkin, en heldur ekki þýðst þau. Hún skilur ekki þau örlöS’
sem koma að innan; öll örlög lítur hún aðeins á sem vald.
er komi utan að, og hún reynir að vinda sér undan þe1?
með lipurð. Örlögin eru í hennar augum ægilegur mótspilarI’
sem skilur ekkert gaman og vinnur oftast nær spilið. Þar sem
vestræn sál verður vör við einveru, svarar hún með hræðsiu
eða hryllingi, snýr sér brott eða reynir að tala hana á burt. ""
Norrænt meyjareðli er hin dreymandi þrá, en eðli gi^ra
kvenna er »ráðríkið«. Hvorttveggja er fjarlægt austrænni °S
vestrænni sál. Þessum eðlistegundum samsvara tveir flokkar
norrænna kvenna, hin hljóðláta, blíða ástmey (t. d. Helga 1
Gunnlaugssögu), og hin stórráða kona, sem norrænn skáld'
skapur lýsir með djúpri aðdáun, (t. d. Brynhildur Buðladóthr’
Guðrún Ósvífursdóttir eða Sigríður, er kölluð var »hin stor'
ráða«). Eining beggja tegunda í einni sál sést t. d. þar, sem
er Kriemhilt í Niflungaljóðunum þýzku; hún þroskast ‘ra
leyndri þrá meyjareðlisins og stendur að lokum í stórræðum
og hefndum. —
Fjarlægð og játun á örlögunum ríkir einnig í norræu111