Eimreiðin - 01.10.1925, Blaðsíða 62
346
LÍFIÐ OG HEIMSSMÍÐIN
eimreiðiN
þetta fremur ólíklegt, þegar þess er gætt, hvílíkir lærdóms-
menn hafa um gríska heimspeki ritað, og vildi ég biðja þá,
sem fróðir eru í heimspekisögu, að gera kunnugt, ef þeir
hefðu einhversstaðar séð á þetta minst.
Dr. Björg líkist í því öðrum höfundum íslenzkum, sem rit-
að hafa um uppruna lífs á jörðu hér, að hún minnist ekki á,
að það er til íslenzk kenning um þetta efni, þar sem er urn
nokkurskonar framhald hinnar grísku speki að ræða. Á þýsku
mætti sú kenning heita: die Theorie der bioradiativen Ent-
stehung des Lebens auf unserer Erde. Lífið á jörðu vorri er
óefað í fyrstu fram komið fyrir geislan frá lifandi verum á
einhverjum öðrum hnetti eða hnöttum. Lífið er nokkurskonar
hleðsla (Charge, Ladung). Vel getur það verið, að hin hugvitsam-
lega tilgáta Arrheniusar, um að lífsfrjó berist um geiminn fyrir
ljósi, sé rétt, en um hitt efast ég, að fyrstu byrjan lífsins á
jörðunni sé þangað að rekja.
Að endingu vil eg geta þess, að mig furðar á því, að eins
fróð kona og dr. Björg Þorláksdóttir er, skuli hafa sagt fra
aldri jarðarinnar eins ófróðlega og gert er í áðurnefndri rit-
gerð. Engum jarðfræðingi kemur til hugar að ímynda sér, að
jörðin sé 20 eða 40 miljóna ára gömul. Þúsundir áramiljóna
nefna menn og jafnvel tugi þúsunda. En þegar um aldur sóln-
anna er að ræða, þá þykjast störnufr,æðingarnir ekki komast
af með minna en biljónir ára og jafnvel tugi biljóna. Af slíku
getum vér nokkuð ráðið í, hversu stórkostlegt fyrirtæki heim-
urinn er, og eins, hversu rangt lífið á jörðu hér hefur þurft
að stefna, til þess að vera jafn-vesall þáttur í slíku fyrirtæki
og enn er orðið.
Helgi Pjeturss.