Eimreiðin - 01.10.1925, Blaðsíða 8
292
VERTU HJA OSS
EIMREIÐltf
upp úr þessari sögu leggjandi. Það má vel vera, að einhverjir
ykkar efist um það enn. Eg get þess til af þeirri einföldu
ástæðu, að um langt skeið æfi minnar kom mér ekki til
hugar, að hún væri sönn. Eg hef orðið dálítið fróðari síðan,-
og líka dálítið auðmjúkari í anda gagnvart dásemdum tilver-
unnar. Nú er svo komið um mig, að ég sé enga ástæðu til
þess að efast um, að hún hafi gerst. Ég segi það ekki af
því, að hún stendur í ritningunni. Ég segi það ekki heldur
af því, að þeir geta báðir um atburðinn Markús og Lúkas,
þó að það muni þykja styrkja söguna nokkuð. Ég segi það'
vegna þess, að sams konar atburðir eru að gerast mýmargir
á vorum tímum. Ég á hér ekki við neitt það, sem gerist við
tilraunir. Ég á við fyrirbrigði, sem koma sjálfkrafa, og eru
svo lík því, sem kom fyrir á leiðinni til Emmaus, að furðu
sætir. Slíkir atburðir hafa stundum hent hina efagjörnustu
menn. Og sannindi þeirra hafa verið rannsökuð af hinum efa"
gjörnustu mönnum. Það er ekkert annað en fáfræði að þraeta
fyrir það, að þeir gerist. Óbreyttum framliðnum mönnum tekst
stundum að sýna sig furðu vel, sérstaklega ástvinum sínum>-
án nokkurra tilrauna. Og hvernig sem litið er á ]esúm fra
Nazaret — ef það er á annað borð gert af nokkuru viti
þá verður það afar-ólíklegt, að honum hafi að sjálfsögðu ver$
um megn að gera það, sem óbreyttum framliðnum rnönnum
tekst ágætlega — ef hann hefur langað til þess.
„I/ertu hjá oss, því að kvelda tekur og degi hallar“.
Hverjar hugmyndir sem mennirnir hafa gert sér um Su^'
dóminn, þá hefur þetta bænarandvarp á öllum öldum stiS'^
upp til hans frá miljónum eftir miljónir — líklegast allar
götur framan úr þeim fornöldum, þegar mennirnir urðu menu-
Alt af hefur það fylgt mannkyninu, að meira eða minna leyl|r
að það hefur fundið, að það væri ekki sjálfu sér nægileS*’
að mennirnii; hefðu brýna þörf á aðstoð frá æðri máttar'
völdum.
Þetta andvarp hefur vitanlega ekki eingöngu stigið upP '
hæðir tilverunnar í þessari mynd, sem ég hef nefnt. Þa
hefur ekki verið bundið við kvöldin. Þegar mennirnir hafa