Eimreiðin - 01.10.1925, Blaðsíða 90
374
HVAÐ ÆTLI BISKUP SEGI?
EIMREIÐlN
í geð. Auðvitað veit ég ekki, hver stúlkan er, en ég er viss
um, að hún er bæði góð og falleg stúlka«.
Hún horfði á Calvin undan löngu augnahárunum, en hann
hafði ekki augun af gólfábreiðunni.
»Það er hún«, sagði hann, »hún er dásamleg. Einhvern
tíma seinna, þegar ég er búinn að brjóta mér braut í lífinu,
ætla ég að segja henni —«. Hann þagnaði.
»Þér megið ekki vera svona heimskur«, sagði stúlkan 1
hálfum hljóðum. Þér hafið nú staðið yður svo vel í dag,
ég er viss um, að hún kærir sig ekkert um að bíða«.
Calvin hrökk við og leit upp. Henni hafði vöknað um aug11
og hún rétti honum báðar hendurnar.
Og þá var það, að séra Calvin Streete tók rögg á sig 1
annað sinn, þennan eftirminnilega dag.
Laxá við Mývatn.
Ég stend uppi á hnjúkanna hæstu brún
og hef mína vængi til flugsins þanda.
Ég horfi á brosandi bæi og tún —
þann bautastein fegurstan starfandi handa.
Ég lít í fjarsýn laufgaðan reit,
þar leikur vaggandi fjallasvalinn,
en Laxá tindrar í litprúðri sveit,
sem lögð sé perlufesti um dalinn.
Þú tárhreina elfa! þú dís minna drauma,
dalanna prýði og gróðrarlind.
Hið frjálsborna, ótamda afl þinna strauma
ógnar með brimvendi fjallsins tind.
Sem hjartað, er slær í hraustmennis barmi,
þú hreyfist og nærir dalinn minn,