Eimreiðin - 01.10.1925, Blaðsíða 28
312 ÞJÓÐABANDALAGIÐ eimreidiN
eins fyrir gamlar venjur. Sum lönd hafa ekki frjálsar leið'r
til sjávar.
Deild sú, sem fjallar um samgöngumálin, reynir að fá þvl
til vegar komið, að járnbrautir og fljót skuli vera frjáls sam'
gönguleið öllum þjóðum, að frjálst skuli að leiða rafmagn um
öll lönd, að greiða fyrir ferðum manna með auðfengnum
vegabréfum og farmiðum, sem gildi yfir fleiri lönd.
Margt fleira hefur þessi deild með höndum. Meðal annars
það, að fá samkomulag allra þjóða um sumarfrí á sama tíma>
og að fastsetja mánaðardag fyrir páskana.
Er sama aðferðin höfð í þessari deild sem öðrum: UpP'
lýsinga er leitað, sem allra nákvæmastra um alla staðhætk,
komið er síðan með hagkvæmar uppástungur, þegar sérfraeð-
ingar hafa athugað málin, og að síðustu eru frumvörp ÍÖS^
fyrir stjórnirnar.
Þegar stríðinu lauk, voru nýlendur Þjóðverja og Tyrkja an
yfirstjórnar. Bandalaginu voru fengnar þær í hendur, því þ&r
voru ekki færar um að stjórna sér sjálfar. Misjafnt er þa^
að vísu, hve þroskaðar þær þjóðir eru, sem um er að rmð3,
Bandalagið skifti nú nýlendum þessum niður á milli þjóðanna>
en fékk þeim um leið vissar reglur að fara eftir. T. d. er
þrælahald algerlega bannað, sala áfengra drykkja höfð undir
ströngu eftirliti, trúarbrögð frjáls, vopnasala bönnuð, sigl*n^
frjáls, o. s. frv. Þar sem um þroskaðri þjóðir er að rmða>
stendur þeim til boða að verða sjálfstæðar að fimm árm11
liðnum.
Þjóðabandalaginu voru fengin í hendur yfirráð héraða
Evrópu, sem hætta þótti stafa af. Má þar til nefna Saai
héraðið. Frökkum var dæmt kolanámuhéraðið þar með friðar
samningunum til uppbótar á eyðilögðu námulandi. En þe,r
treystust ekki til að taka við stjórninni, því 700,000 Þjó
verjar, og ekki vinveittir, bjuggu þar. Bandalagið skipaði ne*n
manna af ýmsu þjóðerni til að stjórna héraðinu. Eftir miklar
brösur og óánægju er nú loks farið að kyrrast og stjórnin
farin að ná betri tökum. Árið 1935 á að fara fram atkvæða
greiðsla um það, hvort íbúarnir vilji vera undir þýzkri e
franskri stjórn.
Þjóðabrot, sem búa í framandi landi, eiga alt af á hæ