Eimreiðin - 01.10.1925, Blaðsíða 42
326 NVjAR UPPGÖTVANIR eimreiðiN
efni loftsins, sem svo valdi því, að eldur kyiknar. En það er
ófullnægjandi skýring. Hvernig stendur á því, að fosfór-fruW'
eindirnar á eldspítunni og súrefnisfrumeindir loftsins dragast
alt í einu svo ákaft hver að öðrum, að ný efnasambönd koma
fram og eldur myndast? Þeirri spurningu er ósvarað.
Sænski eðlisfræðingurinn frægi, Svante Arrhenius, benti a
það árið 1889, að frumeindir gengju ekki í ný efnasambönd’
nema að þær væru sérstaklega undir það búnar. Þær urðu a3
hafa orðið fyrir einhverri uppörvun frá utanaðkomandi öflnm-
að hans áliti, til þess að þær færu að brjótast út úr sínu
fyrra samfélagi og mynda ný. Hvernig þetta á sér stað, er
frumeindafræðin smámsaman að leiða í Ijós.
Nú vita menn, að í hverri frumeind er sérstakur kjarni- I
kringum þennan kjarna snúast ódeilisagnir, hinar svoköllnðu
elektrónur. Bygging frumeindarinnar er þannig sú sama °3
bygging sólkerfisins. Efnaummyndunin á sér stað við það, a^
einhver truflun kemst á rás elektrónanna um kjarnann, þann'S
að ein eða fleiri elektrónur komast út úr réttri rás sinm-
Verður þetta til þess, að elektrónur frá annari frumeind ge*a
komið áhrifum sínum að og hertekið þessar afvegaleiddu
stallsystur sínar í næstu frumeind. En þetta veldur veiklun 1
frumeindinni sjálfri, svo að einhverskonar eindaupplausn á ser
stað, en nýjar koma fram — ný efnasambönd myndast.
hvernig truflunin orsakast, er óleyst gáta.
Vmsar tilraunir hafa verið gerðar til að reyna að koma
þessari truflun af stað. Ein er sú að beina ljósgeislum a
frumeindirnar, því ljósið flýtir fyrir efnabreytingum. Önnur er
sú að láta tvær frumeindir rekast á. Að þessum tilraunum er
nú unnið af kappi, eins og ekki er að undra, því það
ekki ónýtt að finna lykilinn að þessum leyndardómi. Ef Þa^
tekst, má ætla, að takast megi einnig að framleiða í efna
smiðjum svo að segja hvað sem er. Hér skal aðeins nefua
eitt dæmi þess, hve rannsóknir þessar eru mikilvægar.
Eins og kunnugt er, fara olíulindir heimsins stöðugt þuerr
andi. Víða eru þær svo að segja uppgengnar, og þótt öðrU
hvoru séu að finnast nýjar, eru þær þurausnar áður en var>r'
enda er olíunotkunin í heiminum geysilega mikil. .
Allar olíutegundir og flest ánnað eldsneyti er samansett a