Eimreiðin - 01.10.1925, Blaðsíða 72
356
SKÁLDAHVÖT
ElMREIÐlN'
hrindir hann broddi
hart af streng,
hleypur hann beint
að hæfðu marki,
öðrum skotvopnum
öllum harðari.
Hlífir þar hvorki
hjálmur, brynja,
harðstjórans gull
né heiðurs tákn,
flærð ei heldur
né fagurgali
mót tundurör orða
afskotinni.
Því andinn flýgur
óstöðvandi,
sem glaðasti sólar-
geisli í heiði,
og með sínum
segulneista
ógnarbál kveikir
á augnabliki,
er ekkert mannlegt
orkar að slökkva.
Hröklast harðstjóri
í heljargreipar,
andans ör
aðeins snortinn,
því andinn er
ódauðlegur,
en harðstjórn djöfullegt
dauðamein.
Ættjarðar vorrar
orðstír verjum,
þó fátæk sé
og faldin jökli,
hvarflar hróður hennar
með himinskautum,
meðan röðull skín
á rósir og jökla,
meðan ár sækja
að ægi fram
og segulnál
að norðri leitar.
En ,ef þér, landar,.
eigi nennið
ættjarðar yðrar
orðstír verja,
mun hún sjálf,
þótt sígi í æginn
undir ættlera
aumri byrði,
úr andheitu Heklu
hyrjar gini
framandi bergmál
fyrðum kveða,
leiftrandi rituð
logarúnum,
er um víðbláin
æ mun lýsa.