Eimreiðin - 01.10.1925, Blaðsíða 30
314 Þ]ÓÐABANDALAG1Ð eimreiðiN
sér ýmsar heilbrigðisráðstafanir og nýjungar í læknisfræði.
Einnig sendir hún út umferðafyrirlesara um heilbrigðismál.
Rannsókn á svefnsýki í Afríku, berklaveiki og krabbameini
í ýmsum löndum, er og liður á starfsskrá deildarinnar, og
ætti það starf með tímanum að koma að liði í baráttunni
gegn þessum sjúkdómum.
Þektir læknisfróðir menn frá ýmsum löndum vinna að rann-
sóknum þessum og fræðslustarfi.
Enn þá ein grein af þessari miklu starfsemi er menta-
máladeildin. Markmið hennar er að sameina fræðimenn og
vísindamenn allra þjóða í eitt allsherjar bræðralag. Vinnur
hún að auknum skilningi milli þjóðanna með því, að eggja
stjórnir landanna á að kenna tungumál og auka fræðslu um
þjóðir þær, sem nú eru uppi. Einnig gengst hún fyrir kenn-
ara- og nemendaskiftum milli háskólanna.
Samkvæmt upplýsingum víða úr löndum hefur það vitnast,
uð aðstæður margra lærðra manna hafa verið mjög erfiðar
síðan á stríðstímum. Þess vegna hefur fátækum vísindamönn-
um verið hjálpað til að koma út ritum sínum á þann hátt,
að setja þá í samband við bókaútgefendur í löndum þeiirp
sem betur eru stödd.
Listar hafa verið gefnir út yfir fræðibækur um ýms efni
og er það ómissandi fyrir menn þá, sem leita sér fróðleiks >
ýmsum fræðigreinum nú á dögum.
Stöðvar eru og komnar upp víða um lönd, sem eru sam-
bandsliðir milli mentamáladeildar Þjóðabandalagsins annars
vegar og háskólanna og annara æðri skóla hins vegar. Til'
gangurinn er sá að veita þekkingu og vísindum út um öU
lönd og gera þau að sameiginlegri eign alþjóða.
Starfsaðferð Bandalagsins er sú að setja sig í samband
við félög þau, sem að sömu málum vinna, sameina krafta
þeirra og beina þeim öllum að einu marki, þar sem þul
verður við komið.
í líknarstarfseminni er sú aðferð höfð, og er ávinningur
félaganna sá, að þau komast á þann hátt í beint samband
við stjórnir landanna.
Hvíta þrælasalan er einn af svörtu blettunum á menninS'
unni. Móti henni er barist af alefli. Eftirlit með innflytjendum