Eimreiðin - 01.10.1925, Blaðsíða 91
e*MRElÐIN
LAXÁ VIÐ MVVATN
375
og hver mundi hefja á öflugra armi
að auðugra lífi gróðurinn?
Þinn reginhljómur af söngvanna safni
sérhverjum anda færir ró.
Þótt svifléttar bárur í brimsogum kafni,
þú blíðlega strýkur hverri tó.
Mannsandinn leitar að himinhljómi,
hljómi, sem streymir til kjarnans inn;
•ég heyri í þínum aflþunga ómi
það alt, sem að þráir hugur minn.
Kviklátar öldurnar léttstígar leika,
leiftrandi sprotum bakkana slá.
Uða-dögg lauguð blómkrónan bleika
brosir af dulinni vaxtarþrá.
Lífæðar huldar hljóðlega streyma
og hvísla um jarðveginn gróðrarmál.
En vorkátu býin á blómunum sveima
og bergja á krónunnar angandi skál.
Sem bylgjandi meyjarlokkur þú leikur
um ljósgrænar eyjar og hólma og sker,
og víðisins lágvöxnu limkrónu eykur, —
lífstraum að huldu rótunum ber.
A djúpinu barmhvelfdu svanirnir sveima,
syngjandi lof og þakkarmál.
Þeir gleyma að þrá sína háfjalla heima,
’hún heillast af niðnum, hin tónnæma sál.
Þú ruddir þér braut um hraun og heiðar,
harðvíg, með dropans iðni og mátt.
Þitt afl þig knúði til einnar leiðar,
í úthafsins volduga bylgjuslátt.
Hver steinn við veg þinn í frjótárum flóði
og fagnandi ilmþrungna krónu ber.
Sólin þig leiftrandi ljósgeislum rjóði,
þú lífgjafi dýrasta gróðursins hér!