Eimreiðin - 01.10.1939, Side 16
360
LEYNDARDÓMUIUNN
eimkeiðin
fram á sjónarsviðið heima í ættlandi sínu. Eftir innri leiðsögn
yfirgefur hann heimili foreldra sinna og fer til Egyptalands.
Þar starfar liann og aflar sér fræðslu, við allskonar ólíkar að-
stæður. Hann er nemandi við skólana þar og drekkur í sig forna
dulfræði. En hann starfar þarna einnig sem óbrotinn verka-
maður, í sveita síns andlitis fyrir daglegu brauði.
Menn vita Htið um þessi æskuár úr lífi hans. Rit þau, sem
varðveitt hafa þá kafla úr ævi hans, sem kunnugt er um, voru
ekki samin meðan hann var á lífi. Þau eru því ekki samtíðar-
saga, skráð um leið og atburðirnir gerast. Það var ekki fyr
en löngu eftir dauða Jesú, að höfundarnir skráðu það, seni
þeir töldu sig vita um ævi lians.
Eitt sinn var ég staddur undir tré því, þar sem barnið Jesús
hafði verið lagt, er móðir þess hvíldist á flótta sínum ineð
barnið til Egyptalands. Og ég var að hugleiða með sjálfum
mér undur aldanna. Rómverska lýðveldið og riki Ivaldeanna
höfðu liðið framhjá í rás sögunnar og horfið eins og dögg fyrir
sólu. Babíloníuríkið og menning Sumeríu var hvorttveggjo
horfið og í staðinn komin sandeyðimörk. Eftir eina öld hér
frá hefur stærsti hildarleikur sögunnar ekki meiri áhrif á hugi
manna en það hefur á oss, sem nú lifum, að lesa um Napóleons-
styrjaldirnar.
Egyptaland, sem var grannríki þessara horfnu menningar-
landa, átti miklu eldri menningu en þau. Gyðingar höfðu tengt
þjóðirnar saman. Heill kafli og annar hálfur úr Orðskviðuni
Gamla-testamentisins er þannig tekinn orði til orðs upp úr
riti egypzka vitringsins Amenemope.
Farið inn í samkunduhús Gyðinga á vorum dögum, og þér
munuð sjá þar flatarmálsleg tákn og ýms merki önnur, sem
þér inunduð einnig hafa séð í hverju einasta egypzku hofi
fornaldarinnar. Það er furðulegt, en satt samt, að trúarbrögð
þau, sem Móses gaf ísraelsmönnum, skuli vera einskonar
hliðargrein út frá Osiris-trúnni, en sú trú aftur komin til
Afriku frá Atlantis. — —
Fyrsta kristna klaustrið var stofnað i Egyptalandi. Það var
óhjákvæmilegt, að Jesús yrði að standa augliti til auglitis við
meyljónið mikla. Hann fór til Egyptalands, af því þar var
heimkynni ævafornrar andlegrar menningar og merkilegrar