Eimreiðin - 01.10.1939, Page 80
424
RADDIR
eimreiðin
Fórnarsjóður og gjaldeyrisskortur.
Herra ritstjóri!
Grein Hákonar Finnssonar, „Fórnarsjóður íslendinga“, sem birtist í
2. hefti Eimreiðarinnar 1939, flytur góða tillögu, sem æskilegt væri að
fengi almennar undirtektir. En jiað er aðeins eitt, sem ég er hræddur um,
að erfitt yrði að framkvæma, jafnvel þótt menn brvgðust vel við með
samskotin til sjóðsins. Það er yfirfærslan. Hvernig ætti að yfirfæra sjóð-
inn, svo að notum kæmi við lækkun erlendu skuldanna og lielzt útrým-
ingu þeirra með öllu? Gjaldeyrisvandræðin, sem nú rikja, gefa glögga
bendingu um, að þetta myndi verða harla erfitt hlutverk.
17. ágúst 1939. Jón Jónsson.
[Við þessu vandkvæði, sem hréfritarinn finnur á sjóðshugmynd hr.
Hákonar Finnssonar, virðist vera til mjög einfalt ráð, en það er að láta
hér hverjum degi nægja sinar þjáningar og iiafa ekki neinar áhyggjur
út af yfirfærslunum fyr en i fyrsta lagi eftir að sjóðurinn væri kominn
á stofn og í liann hefði safnast álitleg fjárhæð. — Ritslj.]
Mundang.
[Sigurður skáld frá Arnarholti var alltíður gestur á skrifstofu
Eimreiðarinnar, síðustu árin, sem hann lifði — og hafði jafnan fra
ýmsu fróðlegu að segja úr liðnu lifi sínu og samferðamanna sinna, enda
stáiminnugur, einkum á alt, sem að ijóðum og listum laut, og siyrkjandi
alt til hinztu stundar. Skömmu áður en liann lézt, kom hann með vísur
— ritaðar á hlað og ortar til ástvinar síns, — og kvaðst vilja birta 1
Eimreiðinni með eftirfarandi athugasemd:
„Mundang (fornt, en fagurt orð = munar angur = hugar angur ==
klökkvi = angurblíða = „Sentimentalitet“, sem líka, eins og allar aðrar
mannlegar tilfinningar eiga óðalsrétt i ljóði — þótt ýmsir vilji ógjarnan
láta svo litið að hafa þær. —“
En vísurnar, sem að likindum er það siðasta, sem eftir skáldið liggur
i bundnu máli, eru á þessa leið:]
Vinur minn! Nú ber ég sorgir sára
og söknuð okkar beggja kveðjutára.
Viltu nú ekki fyrirgefa og gleyma
og geyma þetta liðna enn um stund?
Eitt vinarorð — lát blíða brosið streyma
og blessa mig með kossi. Sólin skín!
Mitt hjarta titrar eins og opin und,
ó, að þú skulir gráta vegna mín.
Sigurður Sigurðsson
frá Arnarholti.