Eimreiðin - 01.10.1939, Side 52
396
SKULDASKIL
EIMIIEIÐIS
Hún Aildi ekki binda sig, ekki láta neitt fá vald yfir sér. Hún
vildi halda áfram að vera sjálfstæð og njóta hæfileika sinna.
Þess vegna mátti hún ekki horfa inn í dimmblá seiðandi augu,
sem gerðu hana hikandi og óvissa. Og þess vegna varð hún að
forðast snertingu við mjúkar og sterkar hendur, sem hafði læst
sig um hana eins og eldur þessa örstuttu unaðarstund.
Víst varð henni þetta erfitt, miklu erfiðara en hún liafði
ætlað í fyrstu. En auðvitað sigraði hún þá eins og æfinlega.
Hún heyrði líka skömmu síðar, að hann væri farinn að
drekka, og svo hélt hann hröðum skrefum niður á við. Nú var
hann dáinn. En ekki átti hún neina sök á þvi. Og hún gat
heldur ekki að því gert, þó að henni létti þegar hún sá látið
hans í blöðunum. Það var alt annað en þægilegt að eiga það
á hættu að mæta honum, eins og hann var oft á sig kominn
síðustu árin. Það var sannarlega búið að eyðileggja fyrir henni
of marga daga og svifta hana svefnfriði um nætur.
Nú hlaut hún að geta gleymt honum, fyrst hann var dáinn
og hún þurfti aldrei að sjá hann frarnar. Hún vissi vel, að hún
hefði ekki átt að láta undan þessum barnaskap með rósirnar.
En einhvernveginn gat hún ekki annað. Þetta hafði ekki látið
hana í friði. Það var likast ógoldinni skuld.
— Vitleysa. Ekki skuldaði hún honum neitt. Og nú átti þetta
alt að gleymast.
Hún hægði skyndilega aksturinn. Var það ekki einkennilegt,
að í tíu ár skyldi hún hafa verið að reyna að gleyma hinni
einu stund úr liðinni æfi, sem var ólík öllum öðrum, og móða
gleymskunnar hafði ekki máð ljómann af.
Samt hafði hún farið alveg rétt að. Hún var alveg sannfærð
um það. Nú hafði hún ágæta stöðu, átti sinn eigin bíl og naut
lífsins í ríkum mæli.
En naut lnin þá í raun og veru lífsins? Já, auðvitað. Hún
hafði náð því marki, sem hún liafði sett sér í æsku. Þó varð
hún að játa það fyrir sjálfri sér, sem hún fól vandlega fyrir
öðrum, að eitthvað var það, sem hana vantaði, eitthvað, sem
hvorki vinna, peningar né skemtanir gátu veitt henni.
Af hverju kom annars þetta eirðarleysi? Hún gat ekki skilið
það.
Ekki þurfti hún að vera andvaka um nætur, vegna þess að