Eimreiðin - 01.10.1939, Blaðsíða 97
eimreiðin
RITSJÁ
441
satna tíma, með sinum sérstöku háttum og einkcnnum. Frú Elinborg
Lárusdóttir hefur áður öðlast vinsældir fyrir smásögur sínar. Hér færist
hún það vandasama verlc i fang að hyggja upp langa skáldsögu, sem
rctlað er að vera hvorttveggja i senn: aldarfarslýsing og sálfræðileg
túlkun á hugsanalífi sögupersónanna, sem í jtessari sögu eru margar, —
til vill óþarfiega margar. Hvergi er hættara við mærð og málaleng-
lngum en í löngum skáldsögum, og athurðaröðin þarf að vera bæði lif-
andi og áhrifarík, eigi saga af slikri gerð ekki að verða hreint og beint
leiðinleg. Fyrir þcssar torfærur og aðrar slikar virðist höf. hafa komist
sæmilega í þessu fyrsta bindi. Og iná óska lionum til hantingju með
l'etta verk, sem hér er ráðist í af svo miklum stórhug sem raun ber
vitni. Su. S.
l>órfiiir Krislleifsson: TÓNLISTARMENN I. Ituk. 1930 (Isaf.prentsm.
h/f). Höfundurinn, sem er kennari við Laugarvatnsskóla og sjálfur söng-
niaður og söngfróður, getur þess í formála, að bók þessi sé „upphaf til-
•'aunar, sem miði að þvi að tengja hugi manna á liollan og eðlilegan
hátt við göfuga hljómlist með hjálp sögulegra fræða". Lengsti kafli
bókarinnar er uin tónskáldið fræga Ludwig van Reethoven. Þá eru kaflar
um tónskáldið Johannes Brahms, hlinda orgelsnillinginn Bernhard
^fannstiehl og söngvarana Jenny Lind og Enrico Caruso. Agætar myndir
^gja, svo og tvö tónlög á nótum, annað eftir Beethoven, hitt eftir
Lrahms, við texta eftir höfundinn. Hér er fróðleg bók fyrir allan þann
fjölda islenzkra alþýðumanna, sem ann tónlist og söng, en á ekki kost
a að afla sér dýrra erlendra hóka um stórmennin í riki tónanna. Bókin
er rituð af áhuga og ást á málefninu og þeim mönnum, sem hún fjallar
um, svo og af allmikilli tónlistarþekkingu, að því er ófræddum leikmanni
1 þeim fræðum kcmur fyrir sjónir. Su. S.
■lóannes Palnrsson: FÖROYA SÖGA, I. Úrdrátlur úr stjórnarlaginum.
Tórshaun 1939 (Prentsmifija H. A’. Jacobsens bóhahandils). I>að cr með
fögnuði og sársauka i senn, að íslenzkir menn taka sér færeyska hók i
bönd. Tungan, ritmálið, er svo lik islenzkunni, að ekki virðist vanta
nema herzlumuninn til þess að hvert orð sé auðskilið, en hinsvegar
finst islenzkum lcsanda, sem þarna sé vor eigin tnnga, lemstruð og úr
ingi færð, svo að ekki þyrfti nema góðan vilja og dálitla fyrirhöfn frá
báðum aðilum, íslendingum og Færeyingum, til þess að lagfæra misfell-
urnar og færa alt til einnar og sömu tungu. Bók sú, sein hér er um að
rieða, er saga Færeyinga, samin af hinum góðkunna foringja þeirra
Pæreyinganna Jóannesi Patursson, kóngshónda á Kirkjubæ. Er hér rakin
saga Færeyinga frá elztu tímum og fram til vorra daga, viðskifti þeirra
'ið Noreg og síðar Danmörku, sjálfstæðisbarátta þeirra og strið fyrir
tilverunni, efnalega, andlega og stjórnarfarslega skoðað. Eins og geta
má nærri er saga Færeyinga harla fróðleg fyrir oss íslendinga, enda i
mörgu keimlik vorri. Ætti það að vera sjálfsögð skylda islenzkra kenn-