Eimreiðin - 01.10.1939, Blaðsíða 76
420
GANDREIÐIN
eimreiðin
Með kertið í hendi út í horn hún sér brá,
og á hillu þar tók hún glas eitt Iítið,
tók sópinn við ofninn og settist hann á
síðan klofvega, — það var nú skrítið.
Hún dreif sig úr fötunum, drengur minn,
dreypti á glasinu þrisvar — og óðar
rauk hún á stað upp um reykháfinn
ríðandi á sópinum strípuð, hún góða!
Nú, hún er þó göldrótt, hún góða þín —
það greip mig strax, er ég horfði á fasið. —
Bíddu við dálítið, dúfan mín!
Ég dreif mig úr bólinu, og sá þar — glasið.
Ég lyktaði — súrt gutl, — svo ég finn
að svolítil kom á gólfið sletta,
þá skúffan hoppar í ofninn inn
og á eftir vatnsskál — slæmt var þetta!
Ég sá hvar kötturinn kúrði undir bekk, —
á kisu ég dálitlu úr glasinu skvetti,
„Kiss!“ — Hvað hún skyrpti við þann helvízka hrekk
og hentist inn í ofninn á fljúgandi spretti.
Nú stökti ég á alt, sem ég inni sá
í öllum hornum, þar sem ég rakst á það —
pottar, borð, stólar — alt, sem kom á —
í ofninn — marsj, marsj!1) — sér hoppandi brá það!
Hver skrattinn! Við reynum víst þetta þar!
Ég þainbaði úr glasinu í einum teygi,
ja, trúðu ef þú vilt, eða ekki — mér var
upp í loft þeytt, eins og dúni fleygi.
Á fluginu’ ég kútveltist — ég flaug ekki lágt,
flaug, flaug — hvert? Ég veit ekki og man ekki lengur,
ég rakst nærri á smástjörnu, og hrópaði hátt:
„Meir til hægri!“ -— og þá lá ég á jörðinni, drengur.
Ég var þar á fjalli. Þar fjörugt var,
fólk við drykkju og viðbjóðslegt gaman
kringum katla á glóðum, — þeir giftu þar
Gyðing og Ijóta froskpöddu saman.
1) Þessi útlendu skipunarorð (á stað, á stað), eðlileg í munni hei
manns, eru i frumkvæðinu. — Þýð.