Eimreiðin - 01.10.1939, Blaðsíða 48
392
LÝÐHÁSKÓLARNIR í DANMÖRKU
eimheiðin
Álfadans og þjóðdans á lýðliáskólanum i Ry við Himinfjallið.
af því að þeir séu hræddir við hinn gamla gráskeggjaða „Stor-
skandinavismus“, sem barðist fyrir heilagri þrenningu Dan-
merkur, Norvegs og Svíþjóðar. Verður því ekki neitað, að gam-
all og nýr kurr, sem vér berum í brjósti gegn þeirri stefnu, er
ekki ástæðulaus. Við ýms opinber, mikilvæg tækifæri gleyma
hinir kæru frændur vorir að nefna aðra en sjálfa sig, og árið
1939 gera þeir fornnorræn fræði og mál hálfútlæg á háskólun-
um, en binda ný tengsl við grískar og latneskar skruddur.
Sú fræðsluþrá, sem gerir vart við sig meðal ahnennings á
Norðurlöndum, er ekki sprottin af neinni fýkni í að sjóða
graut úr nokkrum tegundum þjóðareiginleikanna. Hún er beinn
ávöxtur þess sæðis, sem sáð var af hinum fyrnefndu sex þjóð-
arfullhugum, sem hvestu sjónir á fortíð, samtíð og framtíð.
Þeir vissu, að hin norrænu þjóðfélög gátu ekki steypst í einu
og sama móti, en urðu að lifa í samræmi við náttúruna og
tunguna. Þeir vissu að menn geta verið norrænir í merg og
bein, þó þeir séu fyrst og fremst tengdir heimalandinu traust-
um böndum. Þeir eggjuðu hver annan lögeggjan að halda
trygð við tungu sína og þjóðareiginleika. Og þeir höfðu rétt
fyrir sér:
Án algerðrar viðurkenningar persónuleikans verður vinátt-
an ekki sönn!