Eimreiðin - 01.10.1939, Qupperneq 61
EIMREIÐIN
JÖKLARNIR — FRAMTÍÐARLAND
405
byrginn og leita stælingar á svæðum hamfaranna, lætur eigi
staðar numið við skíðaferðir og „göngutúra“, heldur æfir
íþróttir tindanna, hamranna, skriðjöklanna, lærir að klífa.
Landnám fjallamanna hófst fyrir mannsaldri síðan, en hik-
andi, leitandi. Til þessa tíma voru jöklarnir landsfólkinu lokuð
bók. -Jafnvel mestu ferða- og lærdómsmenn virðast hafa andúð
á jöklum. Aðeins einstaka útlendingur rauf mátt vanans og
réðist til uppgöngu á hina miklu jökla, er mynda nærri óslitna
röð meðfram suðurströnd landsins.
Lað sem unnist hefur nú í aldarfjórðung er þó nokkurs
Vert, þjóðín þekkir nú landið sitt betur en áður, og hugarfarið
er breytt. Hinn siðasti fulltrúi fjallahræðslunnar er horfinn
°g þar með raunalegar myrkrasögur um útilegumenn, Beina-
brekkuna og óvættina í Hvanndalabjörgum.
■fapanir segja: „Þeir, sem eigi ganga á hin heilögu fjöll
(Pusijama, o. fl.), þeir tapa andliti sínu.“ Samlíkingin er hýsna
bynleg, en hræðilegur sannleikur. Hafið þér ekki mætt sjúk-
bngum kyrstöðulífsins, sem ekki hafa neitt andlit, heldur lik-
ingu af forarpolli allra mannfélagsmeina — tómt, æpandi
vonleysi?
Vér, sem eigum fegurstu jöklana, erum engu að bætlari ef
eigi eru notaðir hinir uppeldislegu möguleikar þeirra. Oss
naegir ekki að eiga hraustustu sjómennina — vér þurfum
einnig að eignast duglega fjallamenn. Eftir dvrlegt sumar er
bugurinn hlaðinn orku dásamlegra mynda. Þrír sólmánuðir
ú fjöllum eru heil mannsæfi nú á tímum hraðans.
í sannleika væri einfaldast að reka fólkið á fjöll um sumar-
Lmann eins og féð, ef eigi væri sildin og heyið að hugsa um,
en án alls gamans þá hygg ég, að eigi hafi verið unnið minna
á Islandi síðan tekinn var upp sá siður að gefa sumarleyti.
En ef yér bærum gæfu til að veita hverjum Islendingi eins
sóhnánaðar dvöl á fjöllum, þá myndi betur fara. Mörgum
mun finnast þetta fjarstæðukent og brosa við tilhugsunina
Uni að sjá „þessa og hina“ hanga í jökulsprungu, vopnaða
ísexi og broddaskóm. En sá, sem eigi hyggur lengur til hreyf-
ingar, er dauður. Þróun án hreyfingar er lítt hugsanleg. —
Larna er mergur málsins. Það er skortur á félagslegum þroska
að skoða ferðalög sem sérrétt fárra. Hinsvegar geta fjalla-