Eimreiðin - 01.10.1939, Blaðsíða 77
eimreiðin
GANDREIÐIN
421
Ég hrækti — og ætlaði að ögra þeim,
þá í mig heyrði ég Marúsju kalla:
„Því ertu hér, flónið þitt? Undir eins heim!
Annars verðurðu étinn!“ —- Ég sinti’ henni varla.
„Heim — bölvuð nornin þín! Heldur þú,
að heim ég rati?“ — „Þinn óþokkans kjáni,
seztu hér klofvega á kolsköru nú
og komstu á stað fljótt, þinn bölvaður sláni!“
„Ég á kolsköru heim! Svo það hæfir mér,
húsarnum eiðsvörnum! Þín bölvuð skita!
Nei, áður skal fá mig fjandinn hér
eða’ ég flæ þig lifandi1) — það skaltu vita!
Nei, hest!“ — „Jæja, heimskinginn! Hest skaltu fá.“
Og hestur var kominn þar, undir eins, prúður,
krafsandi fæti, sem funi að sjá,
fallega hringmektur, með tagl eins og lúður.
„Á bak!“ hún sagði. Ég settist á hann —
hann sentist á flugi um alla geima —
beizlislaus samt — og brátt ég fann,
hvar bar okkur niður — við ofninn heima.
Ég leit í kring. Alt var aftur þar
sem áður, — á gamla bekknum þar inni
klofvega sat ég. — Já, kyndugt var
það sem kom fyrir stundum hjá góðu minni!“
Sitt langa yfirskegg drýginn hann dró:
„Drengur, — í grannleysi, vona’ ég þú sjáir —
þú ert máske ekki gunga, en græningi þó, —
en, — mér gafst að sjá sjónir, — og það gera fáir.“
Sigfús Blöndal
þýddi úr rússnesku.
Á frummálinu orðrétt: óttu máske til tvennar húðir? — Þgð.