Eimreiðin - 01.10.1939, Blaðsíða 46
390
LÝÐHÁSIvÓLARNIR í DANMÖRKU
eimbeiðin
IV.
Þegar á alt er litið hafa ljrðháskólarnir haft meiri sameinandi
áhrif á Norðurlandaþjóðirnar en nokkur önnur fræðslustofn-
un eða stefna. Þeir hafa dreift óhlutdrægri fræðslu um bræðra-
þjóðirnar, samstilt mentun þeirra og látið meira kveða að verð-
mætum þjóðareinkenna en öfgafullum frásögnum.
Bein afleiðing lýðháskólahreyfingarinnar og þeirrar fræðslu,
sem þar hefur verið að marki höfð nú um margra ára skeið,
er hin nýja norræna stefna, sem berst fyrir almennri fræðslu
um menningu Norðurlanda. í staðinn fyrir ótamda eigingirm
sögunnar vilja þeir, sem fyrir þessari stefnu standa, kynna
hugsunarhátt og umhverfi hvers annars, án þess þó að blanda
saman ættbundnum einkennum og menningarafurðum þjóð-
anna. Hugsunin er blátt áfram fjölskrúðugri fræðsla um Norð-
urlönd, því maður veit, að aukinn skilningur eflir ríkari sain-
úð. C. O. P. Christiansen skólastjóri segir, að skilyrðin fyrir
heilbrigðu félagslífi Norðurlandabúa séu ekki aðeins þau, að
viðurkend sé menning og sjálfstæði þeirra fimm landa, sem
nú flagga með krossflagginu, lieldur verði maður samtíniis
ótvírætt að játa menningarlegan þjóðarrétt Færeyinga, Lappa
og Grænlendinga. Fyr en það skeður, álítur hann norræna vin-
áttu ekki heilbrigða. Svo frjálslyndir eru margir danskir lýð'
háskólamenn, og það þó Færeyjar og Grænland tilheyri Dan-
mörku.
Þessi nýja norræna fræðslustefna hefur hafið landnám víð-
ar en í Danmörku. í Norvegi hafa komið fram háværar raddir
um almenna norræna fræðslu út á við til bræðraþjóðanna og
inn á við — um þær. Þannig fræðslustarf virðist eiga að hafa
meginaðsetur sitt í norrænum háskóla í Gautaborg, nokkurs-
konar Cambridge Norðurlanda. Og í Svíþjóð hefur „Norræna
félagið“ hirt hugmynd um norrænan lýðháskóla, í „Vasa-höll-
inni“ í Vadstena og gömlum klausturbyggingum hinnar heilögn
Birgittu.
„Þannig breiðist andi Grundtvigs um öll Norðurlönd,“ segja
þeir, sem vita, að hann barðist fyrir samskonar málefnum
fyrir hundrað árum siðan. En þeir, sem þekkja dálítið meira
en Grundtvig einan, gefa honum elcki allan heiðurinn. Til
grundvallar baráttunni fyrir félagsbundnu norrænu kenslu-