Eimreiðin - 01.10.1939, Blaðsíða 36
380
LÝÐHÁSIÝÓLARNIR I DANMÖRKU
EíMREIÐIN
Askov-lýðháskóli.
unni um hríð, en er nú opnaður að nýju og stjórnast af at-
hafnaríkum gáfumanni, Hans Lund, sem er skólstjóri þar.
En lýðháskólahreyfingin danska var ekki til lolta leidd þótt
Þjóðverjar fengju vald yfir Suður-Jótlandi. Landsmissirinn
blés bara að glæðunum, svo að af þeim varð mikið bál. Lýð-
háskólinn fékk nú á næstu árum eftirtektarverða fulltrúa, sem
börðust fyrir auknum lífsskilyrðum þjóðarinnar inn á við.
Þeir reyndu að láta hrifningu þjóðarandans yfirvinna þurra
bókfræðslu og verklegt táp koma í staðinn fyrir vonlítið lífs-
strit. í fararbroddi gekk merkilegur fjónskur skólamaður,
Christen Kold. Hann varð brautryðjandi lýðháskólahreyfingar
Grundtvigs og stofnaði lítinn lýðháskóla í Ryslinge á Fjóni-
Þar hafði hinn mikli grundtvígski prestur Vilhelm Birkedal
fyrirfram gert jarðveginn frjósaman. En árið eftir flutti
Christen Kold til Norður-Fjóns, og skömmu síðar gerðist hann
forustumaður á stórum lýðháskóla í nánd við Óðinsvé. Þeim
skóla stjórnaði hann til dauðadags og sýndi og sannaði, að
máttur orðsins og munnleg fræði, sem veita þekkingu á sög-
unni og þjóðfélaginu, eru betri meðul til að skapa þegnskap
og félagslund en dauður skyldulærdómur.
Ýmsir merkir menn sáu fljótt, eftir að Þjóðverjar höfðu her-
tekið Suður-Jótland, að nauðsynlegt var að byggja lýðháskóla