Eimreiðin - 01.10.1939, Blaðsíða 34
378 LÝÐHÁSKÓLARNIR í DANMÖRKU himiieiðin
um blési þungt í fangið.
Grundtvig vísaði veginn
sjálfur í nokkrum fyrir-
lestrum, sem hann hélt
við Borchs Kollegimn í
Kaupmannahöfn árið 1838.
Það var að vísu enginn
ákveðinn lýðháskóli, seni
hann byrjaði þar, en hann
sýndi hvernig maður á að
fræða með frjálsri munn-
legri frásögn, fræða um
þjóðrækni, móðurmálið og
guðs eilífa kærleika. Hann
sýndi hvernig máttur oi'ðs-
ins getur orðið að hljóð-
látu dularfullu valdi, seni
birtist í persónulegu starfi
einstaklingsins, því líkt og j)jóðin væri safngler, sem tæki á
móti geislum hugsana hans, þannig fanst tákn þeirra á næstu
árum í öllum sveitum Danmerkur.
Það væri hægt að tilfæra marga atburði, ljóð og sögur frá
þessum tíma, sem sýna áhrif Grundtvigs á þjóðlíf Dana. Vit-
andi eða óafvitandi komu fram erindrekar lífsskoðana hans.
Merkastur þeirra allra er skáldið St. St. Blicher, sem þegar
frá byrjun gerðist liðsmaður lýðháskólahreyfingarinnar og
hliðstætt henni reyndi sjálfur að stuðla að andlegri vakningu
almennings með stórum mannamótum undir berum himni.
Hið frægasta af þessum mótum er það, sem hann hélt á Him-
infjallinu 1. ágúst árið 1839. Og það er því engin tilviljun, að
hundrað ára minning þess dags var haldin samtímis því, að
„Skandinavisk Bogforlag“ í Óðinsvéum byrjai' að gefa lit stórt
verk um hundrað ára starfsemi lýðháskólahreyfingarinnar.
Fj'rsti lýðháskóli Danmerkur var stofnaður og bygður í
Bödding í Suður-Jótlandi árið 1844. Sá skóli var bein afleið-
ing hinnar sterku þjóðernistilfinningar, sem reis upp gegn sí-
vaxandi útlendri áþján. Maður vildi varðveita eðliseinkennin
dönsku og gróðursetja þau fastara í fornum ættarkjarna kyn-
N. F. S. Grundtvig.