Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1939, Síða 22

Eimreiðin - 01.10.1939, Síða 22
366 LEYN DARDÓMURINN EIMREIÐIN að. Því var sáð í hjörtu mannanna. Hann kom með gjafir Heil- ags anda til þessarar jarðstjörnu, sem vér lifum á. Og alt, seni til er af sönnum kristindómi á þessari jörð, eru brot af þessum Heilaga anda, sem leitast við að opinbera sig í lífi vor mann- anna. Mennirnir trúðu, eins og altaf áður, á valdið. Þeir eru ávalt reiðubúnir að beygja þann og brjóta, sem ekki beitir því. Þess vegna leituðu þeir sér frelsara, — ef þeir þá leita sér hans nokkurntíma, — sem neyddi þá til að frelsast hvort sem þeir vildu eða ekki. Og þegar slíkur frelsari ekki kom fram, urðu mennirnir fyrir vonbrigðum. Jesús greip aldrei fram í valfrelsi nokkurs manns. Hann hvatti mennina aðeins til að leita sann- leikans. Hann vísaði veginn til sjálfsprófunar og sýndi mönn- um hvernig ætti að lifa andlegu lífi, en hann neyddi aldrei nokkurn mann til þess. Verk Jesú verður því aldrei mælt á ytri mælikvarða, hvorki það, er hann vann á hérvistardögum sínum, né síðar, því það er verk, sem lifir í hjörtum mannanna að eilífu, óendanlega dýrðlegt, ómetanlegur fjársjóður í heimi andans. Nýja-testamentið er innblásið af dýrð þessa guðdómlega manns. Guðspjöllin fjögur lýsa eins og logandi kyndlar i myrkrinu. Þó að Jesús hafi ekki gefið mönnunum neitt sam- felt lieimspekikerfi, hefur hann gefið þeim annað betra: sína eigin innri reynslu, sem er æðri allri heimspeki. Þessar gagn- orðu ritningargreinar guðspjallanna eru eins og skínandi bloss- ar, sem lýsa upp hugskot manna. Hann segir þar alt, svo vér höfum engu við að bæta. Hugsunum hans er komið fyrir í stutt- um, hnitmiðuðum setningum, sem ekki er auðvelt að gleyma. Það er engin þörf á að leggja á þessar hugsanir mælikvarða rökfræðinnar, því hver þeirra um sig er algild rök, óvéfengj- anleg, guðdómlega myndug, í öllum sinum einfaldleik. Enn er talað um að nýr Messías sé í vændum. Hugmynd þessi er lifseig, og falsspámenn og ofstækisfullir prédikarar hoða, ýmist vísvitandi eða óaHitandi, að þeir séu slíkir sendi- hoðar og ginna stundum einlæglega leitandi menn til að fylgja sér. Sem stendur eru uppi nokkrir slíkir, sem hafa kjörið sjálfa
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.