Eimreiðin - 01.10.1939, Page 53
EIMHEIÐIÍi
SKULDASKIL
397
hún lifði óheilbrigðu meinlætalífi. Síður en svo. En þessi ör-
stnttu ástaræfintýri veittu henni enga fullnægjn. Þau blikn-
uðu öll í minningunni um hennar eina, mikla æfintýri, eins
og fánýt gerfiblóm hjá döggvuðum rósum.
Nei, nú mátti hún ekki fara að hugsa um þetta einu sinni
enn. Að minsta kosti aldrei eftir þennan dag.
—■ Átti hún kannske að gifta sig og eignast börn?
Nei, það var of mikil áhætta. Hún þekti heldur engan, sem
hana langaði til að giftast, og sjálfsagt yrði vandfundinn sá
maður, sem fullnægði öllum óskum hennar.
Það var bezt að bíða, enda gat hún ekki haft vfir neinu að
kvarta, ef hún gætti skynseminnar, og það ætlaði hún að gera
hér eftir.
Anna var nú komin suður í Fossvog, á móts við kirkjugarð-
inn. Þarna voru fáir á ferli og djúp ró hvíldi yfir öllu. Hún
gekk hiklaust inn í garðinn og í áttina að leiðinu. Hún var
viss um að finna rétta leiðið, þó að mörg væru þar nýleg.
Vonandi slapp hún við að mæta kunnugum.
Hún leit fljótlega í kring um sig og mætti þá tárvotum aug-
um og sá titrandi hendur, sem voru að hagræða blómum á
litlu leiði. Hún leit í aðra átt. Þar sat gömul kona hjá löngu
grónu leiði og starði þurrum augum út í bláinn og bærði var-
irnar í sífellu. Önnu fanst skyndilega kólna, þó að sólin væri
eun hátt á lofti og blækyrt veður.
— Þarna var leiðið.
Hún átti ekki nema nokkur skref eftir. Þá hrökk hún alt í
einu Aið og nam staðar. Hún sá hvar stúlka reis upp frá leiði
bar skamt frá, sem hún hafði kropið við, og nú stefndu þær
háðar að sama leiðinu.
Stúlkan hélt á ofurlitlum moldarhnaus ineð næturfjólum í.
Hún hlaut að vera annaðhvort veik eða þá alldrukkin, því
að hún reikaði í spori.
Hún var berhöfðuð, með dökt, úfið hár og í rauðri regnkápu,
Sem flakti frá henni, óhnept. Anna var að hugsa um að snúa
við, en þá ávarpaði stúlkan hana. — Drukkin var hún víst,
þvi að hún var óskýr í máli.
-— Gott kvöld, sagði hún.