Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1939, Síða 70

Eimreiðin - 01.10.1939, Síða 70
414 DR. VILHJÁLMUR STEFÁNSSON EIMIiE'ÐIN bækur um alla þessa norðurleiðangra sína, sem eins og áðiu’ er getið eru nú allar komnar út á íslenzku. Veiðimenn á hjara heims. Þegar Vilhjálmur Stefánsson kom heim úr fyrsta leiðangr- inum, fullur hrifningar af Eskimóunum og lifnaðarháttuin þeirra, hafði hann svo mikið annríki við að undirbúa næsta leiðangur, að hann komst ekki til að rita ferðasöguna, og hrós- ar hann happi yfir því, vegna þess að honum mundi hafa orðið á ýms ónákvæmni eftir svo stutta kynningu. Bókina skrifaði hann ekki fyr en eftir að hann var hættur norður- ferðum og eftir að hann hafði skrifað um seinni ferðirnar. Vilhjálmur telur að það hafi verið tilviljun ein, að hann fór að kynnast Eskimóunum í reynd. Hitt mun sannara, að hann hefði altaf fundið einhverja slika „tilviljun“, er hann var kom- inn norður i heimkynni þeirra. Hér kom fljótt og skýrt í ljós, að lionum var öðruvísi farið en öðrum mönnum. Nú var hann kominn norður á hjara heims, til nyrztu ibúa jarðarinnar. Honum stóð til boða að dvelja þar meðal hvítra manna við mataræði og þægindi svipuð þvi sem hann hafði vanist, og þó að hann ætti jafnframt kost á að kynnast frumbyggjunum. þá var það aðeins sem gestur, og það nægði honum ekki. Hann kaus heldur að dvelja í híbýlum Eskimóa við nákvæmlega sömu kjör og þeir, vera heldur sem gestur meðal félaga sinna. Hann lýsir því dálítið kátlega, hve mikið það kostaði hann að losna við allar þær bábiljur, er í honum sátu. En með hinni heilbrigðu, rólegu íhugun sinni yfirvann liann alt og uppgötv- aði, að mannlegar þarfir eru þær sömu hvort sem um hvíta menn eða Eskimóa er að ræða. Hann komst að raun um, að Eskimóar höfðu enga sérhæfileika til þess að lifa þarna sínu þægilega lífi, ferðast um og veiða sér til matar. Þetta gátu hvítir menn alveg eins, ef þeir sömdu sig alveg að háttum Eskimóa. Þessi „uppgötvun“ Vilhjálms kostaði hann allmikla áreynslu, að því er hann sjálfur segir, en fyrir þá áreynslu vann hann allan sinn frama. Bókin segir frá ýmsu öðru skemtilegu, og er frásögnin yfirleitt léttari en í öðrum bókum hans, enda mun hann hafa haft betra næði til að skrifa hana en hinar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.