Eimreiðin - 01.10.1939, Qupperneq 70
414
DR. VILHJÁLMUR STEFÁNSSON
EIMIiE'ÐIN
bækur um alla þessa norðurleiðangra sína, sem eins og áðiu’
er getið eru nú allar komnar út á íslenzku.
Veiðimenn á hjara heims.
Þegar Vilhjálmur Stefánsson kom heim úr fyrsta leiðangr-
inum, fullur hrifningar af Eskimóunum og lifnaðarháttuin
þeirra, hafði hann svo mikið annríki við að undirbúa næsta
leiðangur, að hann komst ekki til að rita ferðasöguna, og hrós-
ar hann happi yfir því, vegna þess að honum mundi hafa
orðið á ýms ónákvæmni eftir svo stutta kynningu. Bókina
skrifaði hann ekki fyr en eftir að hann var hættur norður-
ferðum og eftir að hann hafði skrifað um seinni ferðirnar.
Vilhjálmur telur að það hafi verið tilviljun ein, að hann fór
að kynnast Eskimóunum í reynd. Hitt mun sannara, að hann
hefði altaf fundið einhverja slika „tilviljun“, er hann var kom-
inn norður i heimkynni þeirra. Hér kom fljótt og skýrt í ljós,
að lionum var öðruvísi farið en öðrum mönnum. Nú var hann
kominn norður á hjara heims, til nyrztu ibúa jarðarinnar.
Honum stóð til boða að dvelja þar meðal hvítra manna við
mataræði og þægindi svipuð þvi sem hann hafði vanist, og
þó að hann ætti jafnframt kost á að kynnast frumbyggjunum.
þá var það aðeins sem gestur, og það nægði honum ekki. Hann
kaus heldur að dvelja í híbýlum Eskimóa við nákvæmlega
sömu kjör og þeir, vera heldur sem gestur meðal félaga sinna.
Hann lýsir því dálítið kátlega, hve mikið það kostaði hann
að losna við allar þær bábiljur, er í honum sátu. En með hinni
heilbrigðu, rólegu íhugun sinni yfirvann liann alt og uppgötv-
aði, að mannlegar þarfir eru þær sömu hvort sem um hvíta
menn eða Eskimóa er að ræða. Hann komst að raun um, að
Eskimóar höfðu enga sérhæfileika til þess að lifa þarna sínu
þægilega lífi, ferðast um og veiða sér til matar. Þetta
gátu hvítir menn alveg eins, ef þeir sömdu sig alveg að
háttum Eskimóa.
Þessi „uppgötvun“ Vilhjálms kostaði hann allmikla áreynslu,
að því er hann sjálfur segir, en fyrir þá áreynslu vann hann
allan sinn frama. Bókin segir frá ýmsu öðru skemtilegu, og
er frásögnin yfirleitt léttari en í öðrum bókum hans, enda
mun hann hafa haft betra næði til að skrifa hana en hinar.