Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1939, Blaðsíða 26

Eimreiðin - 01.10.1939, Blaðsíða 26
370 DRAUMARNIR RÆTAST eimheiðin Leiðin var ekki löng þangað út eftir, og upp höfðann la brattur troðningur. Valur gekk léttilega upp. Er þangað koni, svipaðist hann fyrst um og kastaði mæðinni, en stefndi síðan á ákveðinn stað utiu’lega í höfðanum. Þar tóku við klettar, en inni á milli þeirra sá á loðnar grastór. Hann fetaði sig niður klettaskoru og var von bráðar kominn niður á eina grastóna. Uppi yfir gnæfði hár klettur, er slútti fram yfir sig, og a tvær hendur skýldu klettar, en framundan blasti fjörður- inn við. Þetta var helgidómur Vals. Hann settist og hagræddi sér og hugsaði um leið, að ef til vill yrði þetta í síðasta skifti um margra ára skeið, sem hann kæmi þangað. Nú voru draumar hans að rætast. Nú loks hafði hann safnað nægum peningum til að geta siglt og stundað áhugamál sitt, málaralistina. Og einmitt þessi staður hafði altaf haft dýpst áhrif á hann. Útsýnið þar hafði altaf gefið honum nýjan þrótt, nýjar hug- myndir og þrek til að halda fast við áform sitt, að fullkonin- ast í listinni. Hann rendi augunum til hafs. í fjarska, út við fjarðarmynnið, sást hið tignarlega Sæfell. Og honum fanst það jafnvel fegurra nú en nokkru sinni fyr. Hann hafði svo oft málað það, í bjartri, hlýrri fegurð og þunglamalegri óveðursumgjörð, en hann varð aldrei ánægðui með verk sitt. Myndin af því ásótti hann, en hann gat aldrei fest það a léreftið eins og hugsýnin birtist honum. En nú, nú ætlaði hann að skapa ógleymanlegt listaverk, og af þessu fjalli fyrsl og fremst, sem eins og ímynd staðfestunnar hafði gefið hon- um þrek til að vera listinni trúr. Hann Iygndi aftur augunum og hallaði sér aftur á bak, til að láta geisla sólarinnar baða andlitið alt. Árin, sem hann hafði barist, stundirnar og augnablikin, sem honum hafði leiðst við vinnuna í kaldranalegu og óblíðu veðri, fengu nu á sig fagran blæ endurminninganna. Hann hugsaði hlýtt til margra stunda við vinnuna og skemtilegra atvika. Hann hafði verið trúr ásetningi sínum. Hann hafði barist og sigraö> og nú loksins áttu draumar hans að rætast.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.