Eimreiðin - 01.10.1939, Blaðsíða 44
38 S
LÝÐHÁSKÓLARNIR í DANMÖRKU
bimbeiðin
veturna, sumstaðar sex, á sumrum þrír mánuðir, sumstaðar
fjórir. Dagleg kensla er átta til níu tímar, frá kl. 8—12 og frá
2—7; þar fyrir utan er einn íþróttatími á morgnana og stund-
um upplestrartími á kvöldin, og eru þá lesin hátt fyrir nem-
endurna ýmisleg góð skáldverk.
Af því að lýðháskólinn á rót sína i þjóðlífinu og stendur
altaf í lifandi sambandi við það, er eðlilegt að kenslunni sé
hagað eftir þeim andlegu áhrifum, sem þjóðin verður fyr'r
út í frá. Stefna lýðháskólahreyfingarinnar er að hjálpa almenn-
ingi, án prófalesturs, og leiðbeina einstaklingnum við ýxnisleg
nytsöm störf. Þess vegna verður kenslan að vera sniðin eftir
kröfum tímans, og þetta veldur því, að stundum verður að
setja nýjar námsgreinar á skólaskrána. Gefur það á ári hverju
skólamönnunum ný málefni að berjast fyrir. En þrátt fyrU'
hinar tímanlegu kröfur verður grundvelli lýðháskólanna ekki
haggað. Þótt stórfeld framför á öllum sviðum útheimti nýjar
námsgreinar og nýjar kensluaðferðir, eru % skólatímanna altaf
tileinkaðir móðurmálinu og sögurmi.
Engum vafa er bundið, að lýðháskólarnir hafi haft mikilvæg
áhrif á þjóðlíf Dana. Þegar litið er á ýmsar hinar mestu fram-
kvæmdir, sem gerðar eru í landinu á síðari árum, er hægt að
rekja feril margra brautryðjendanna til lýðháskólanna. Á þeim
hafa þeir sem nemendur orðið fyrir þjóðlegri vakningu, °S
með þá fræðslu, sem þeir fengu þar, hafa þeir svo byrjað a
einhverju fyrirtæki á eigin spýtur, og ýmsir hafa stofnað skóla,
sem miðuðu að velferð þjóðarinnar. Þannig eru margir danskn’
landbúnaðarskólar orðnir til, og framkvæmdir hins heims-
fræga danska landbúnaðar, sem tók stórfeldum framförum
eftir 1864, er mest að þakka hinni þjóðlegu vakningu, sem
hrautryðjendur lýðháskólahreyfingarinnar stóðu að.
Hið sama gildir urn danska unglingaskóla. Þeir eru nsest-
um allir afkvæmi lýðháskólahreyfingarinnar. Kensluaðferðm
er hér um bil eins. Aðalmismunurinn er, að þar eru fserrl
fyrirlestrar, og nemendurnir eru yngri; á unglingaskólunum
frá 14—17 ára, á lýðháskólunum frá 18—25 ára. Fyrir utan
unglingaskólana hefur lýðháskólahreyfingin haft mikil áhrif
á æskulífið í Danmörku í heild. í nánu sambandi við skólann
standa ungmennafélögin. Þeim er flestum stjórnað af gömlum