Eimreiðin - 01.10.1939, Blaðsíða 55
eimreiðin
SKULDASKIL
399
att að taka þær í leyfisleysi. En mér er sama. Ekki gat ég
keypt blóm. Ég, sem ekki get keypt mjólk handa drengnum
niínum á morgun.
— Er það líka drengurinn hans? spurði Anna og færði sig
nær stúlkunni.
— Drengurinn hans! Stúlkan hló stuttan, óviðfeldinn hlát-
Ur- — Hvernig ætti ég að vita það? Nei. Það er víst drengur-
•nn þeirra. Þann lúksus gat ég ekki veitt mér, að eiga föður
handa drengnum mínum. Það geta þær sem eru fínar eins og þú.
-— Þú fyrirlítur mig auðvitað. En mér er alveg sama. Þú
getur farið þína leið og látið mig í friði.
Það hefði Anna líka helzt kosið, en hún gat þó ekki fengið
sig til að skilja svona við stúlkuna.
— Lofaðu mér nú að hjálpa þér, sagði hún, og svo skal ég
aka þér heim í bílnum mínum á eftir.
— Þú átt þá bíl, og auðvitað nóg af skóm. -— Væri ekki
nær, að þeir ættu bil, sem ekki eiga neina skó?
—- Jú, það væri sjálfsagt nær, sagði Anna, og tók nú fyrst
eftir því, að stúlkan var á ónýtum strigaskóm. — En nú skul-
nm við flýta okkur og koma svo heim.
-— Skulum við flýta okkur. — Hvaða samleið eigum við?
Nei. Mínir vegir eru ekki yðar vegir, segir drottinn. Og stúlkan
sneri sér frá henni og.fór að slétta moldina á leiðinu.
Anna stóð ráðalaus eitt andartak. Svo gekk hún til stúlk-
nnnar og sagði eins blíðlega og henni var unt:
— Þú lofar mér nú að hjálpa þér.
Þá settist stúlkan niður á leiðið og leit á Önnu dökkum aug-
nm, sem sýndust óeðlilega stór í fölu andlitinu.
—• Það getur enginn hjálpað mér núna, þegar hann er dá-
mn, sagði hún. Ég gat heldur ekki hjálpað honum. Það finst
mér sárast. Og þess vegna drekk ég stundum til þess að reyna
að gleyma.
— Hann elskaði mig ekki. Það var einhver skuggi á milli
okkar, einhver gamall draumur.
—- Ég gaf honum alt, sem ég átti, mat og húsaskjól. Ég gaf
honum sjálfa mig. En það hjálpaði ekki neitt.
— Ég hjúkraði honum líka siðustu stundirnar. Þá var hann
svo breyttur. Það var eins og alt væri horfið, sem skildi okk-