Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1939, Blaðsíða 71

Eimreiðin - 01.10.1939, Blaðsíða 71
eimreiðin DR. VILHJÁLMUR STEFÁNSSON 415 Meðal Eskimóa. Um aðra norðurferðina (1908—1912) skrifar Vilhjálmur Stefánsson bókina „Meðal Eskimóa". Það var þrekvirki að semja þá bók eins og á stóð, því að allan tímann, sem hann var heima milli annarar og þriðju ferðarinnar, var hann önn- uin kafinn við að undirbúa hinn mikla, síðasta leiðangur. Eftir nákunnugum manni hef ég það, að Vilhjálmur hafi samið hana að mestu á járnbrautarferðum, því um annan tínra var ekki að ræða; hafði hann þá hraðritara með sér og las honnm fyrir. Útgefandinn tekur það fram, að Vilhjálmur hafi ekki Setað lesið síðustu próförk af bókinni, vegna þess að hann sé t>ú lagður af stað í nýjan leiðangur. í annari ferðinni kom til framkvæmda það, sem Vilhjálmur hafði numið í fyrstu ferðinni. Hann tekur alveg upp háttu Eski- ujóa, er lengst af einsamall með þeirn, ferðast óraleiðir án þess uð flytja nokkuð af matvælum með sér, ýmist á sleðuin með ströndum fram eða gangandi langt inn á land og verður þá að ^era allan farangurinn. Hann leggur inn á alveg óþekt svæði usamt þrem Eskimóum, tveim körlum og einni konu, til þess að leita uppi bjarta Eskimóa, er hann hafði haft óljósar fregnir af- Förunautar hans voru tregir til ferðarinnar, óttuðust bjarg- arskort á þessu óþekta svæði, en þó öllu meira kynflokk þann, er þeir höfðu hugboð um að væri þar miklu austar og „dræpi aFa aðkomumenn“. En alt gekk ferðalagið að óskum, veiðin reyndist hvarvetna nóg, og þeir fundu kynflokkinn, sem höf. Uefnir Eir-Eskimóa. Þar kemst hann beint inn i sjálfa stein- eldina, því að flokkur þessi hafði engin kynni haft af hvítum Uiönnum eða menningu þeirra. Lýsir höf. því með mikilli hrifn- lngu, er hann komst á fund þessa kynflokks. >»Þetta voru ekki skáldlegir draumórar, heldur veruleikinn sjálfur. Við höfðum horfið, vakandi og með fullri skynjun, frá 20. öldinni inn í frumöldina. ... Hér voru ekki leifar frá stein- uldinni, heldur steinöldin sjálf. Hér voru steinaldarmenn með sömu verkfæri, sömu hugsanir, sömu framkomu og forfeður vorir endur fyrir löngu.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.