Eimreiðin - 01.10.1939, Blaðsíða 66
410
JÖKLARNIR — FRAMTÍÐARLAND
eimreiðin
(án lyftivélar), teljast þeirra land. Ennþá er tími til að helga
land vort þessu fólki. íslenzkir jöklar eiga að verða leikvangur
alþjóðaæsku, sem lifa vill heilbrigðu, einföldu lífi, en í þeim
félagsskap er gott að vera.
Alþjóðlegt mót fjallamanna verður háð við Öræfajökul árið
1943. Þá verðum vér að eiga 4 fjallaskála við hæfi gesta vorra,
einfalda, sterka sem þeirra vikingalíf.
Lengi hel'ur mig dreymt um að flugtæknin yrði liður í land-
námi fjallanna, og nú á síðari tímum hafa hinir l'lugdjörfu
menn sezt við rætur jöklanna, flogið yfir Grímsvatnagígi °8
í gegn um eldskörð Öræfajökuls. En því fljúgum vér eigi til
fjallaskálanna i stað þess að byggja hæli fyrir drykkjumenn
og þjófa? Holskeflur tízkunnar hafa oltið yfir oss, fámenna og
vanbúna, og vér höfum lært að meta alt í peningum. Hin
menningarlegu verðmæti eru um of eftirlíkingar, en eftir-
líkingar þess bezta geta orðið hið versta.
Vér höfum gerst rentugjaldendur stórlánamanna, í stað þess
að leita fjársjóða fjallanna. Borg vor er skrípamynd af borg,
og vér skemmum eyru barna vorra með Jazz-hringli — hásum
falstónum og fleðulegum vafasömum vísum, en Öræfajökull
rís við Lómagnúpssand, reginfagur, ímynd máttarins. Þvi
syngja eigi hreyflar flugvélanna sumarlangt daglega við tinda
hans, flytjandi alþjóða íþróttafólk til leiks í gígskál hins
mikla eldfjalls? ög vér höfum líka tíma til leiks á meðan at-
vinnuleysingjar eru til. Nú er mest talað um jafnrétti og frelsi,
en útkoman er sú, að sumir eru ofþjakaðir af vinnu og aðrii'
eyðilagðir, af því að vinna ekki. Hvorirtveggja, iðjuleysinginn
og tímaleysinginn, eru afsprengi þjóðar, sem ekki kann að lifa>
eða eins og Indíánarnir segja: „Hvítir menn hafa ekki thna
til að lifa.“
Aldrei vissi ég dæmi þess að sá, sem lært hefur að skilja
útilíf fjallanna og jöklanna, legði lag sitt við hinar auðvirði-
legustu athafnir.
Það er verk þeirra, sem flúið hafa frá athafnalífi búandans,
að nema jöklana á ný. Á þann hátt getum vér bjargað mörg-
um, sem eru nú að glatast í glaumi borganna.