Eimreiðin - 01.10.1939, Blaðsíða 41
EIMREIÐIN
LÝÐHÁSKÓLARNIR I DANMÖRKU
385
lítinn pésa sem heitir: „Bæn og hugmynd um danskan lýð-
háskóla í Sórey“. Hugmjmdin var, að vísindaskólinn yrði lagð-
ur niður, og að í staðinn fyrir latínu og þur vísindi kæmi móð-
urmálið og sagan á þann hátt, að í Sórey kæmi „skóli fyrir
lífið“.
Þessi skóli fijrir lifið átti að hafa íslenzku meðal náms-
greinanna, því Grundtvig sagði, að á Norðurlöndum gæti maður
ekki verið þektur fyrir annað en að kunna að lesa það mál,
sem geymdi voldugustu vængjatök norrænnar fornmenningar.
íslenzkan hefur þó ekki ennþá verið gerð að námsgrein á
lýðháskólanum í Askov, en annað verður þó ekki hægt að segja
um þann stað, en að þar sé frjáls norræn fræðslustofnun. Öll
flögg Norðurlanda eru dregin við hún, þegar um stærri sam-
homur er að ræða, og fyrirlestrar eru haldnir um menningu
hræðraþjóðanna, ekki sízt um ísland, um skáldskap Snorra og
Hfsspeki Völu. Vegna aukinnar aðsóknar til lýðháskólans í
Askov hafa verið reistar nýjar hyggingar og hinar gömlu
uuknar og endurbættar. Meðal hinna nýju bygginga er nú
sjálfstætt bókasafn með stórum lestrarsölum fyrir nemend-
Ul'na. Bókasafnið geymir yfir 40 000 bækur, þar á meðal
timarit og úrval bókmenta á næstum öllum tungumálum
Evrópu.
Að öllu leyti eiga danskir lýðháskólar mikinn heiður skilið
tyrir það, sem þeir gera í þágu upplýsingarinnar um land vort,
Því meðal lýðháskólafólks er þekking allútbreidd á því, að ís-
iendingar séu sjálfstæð þjóð. Slíkt er ekki hægt að segja um
Uemendur frá öðrum skólum, að undanteknuin fáeinum
træðslustofnunum, sem er stjórnað af þektum Islandsvinum.
^ieðal þeirra er Kennaraskólinn í Haderslev, þar sem formað-
Urinn fyrir „Dansk-islandsk Samfund", dr. Arne Möller, er
skólastjóri.
Meðal þeirra lýðháskóla, þar sem á hverju ári eru haldnir
fyrirlestrar um ísland, er lýðháskólinn í Ry við Himinfjallið.
^kólastjórinn, Johannes Terkelsen, hefur sjálfur verið á Is-
ÍRndi, og metur hann mikils landið og þjóðina. Síðan hann
lerðaðist heima hefur hann aldrei haft nemendur á skóla sín-
Ulu án þess að fræða þá um landið og sjálfstæði vort, bæði
stjóriunálalega og menningarlega. Er það mikils virði, þegar
25