Eimreiðin - 01.10.1939, Blaðsíða 81
EIMREIÐIN
Jakob Benediktsson: GÍSLI MAGNÚSSON (VÍSI-GÍSLI). Ævisaga, rit-
OerSir, bréf. Safn FrœSafélagsins XI. bindi. Regkjavik 1939. Gisli
^agnússon cr með merkilegustu höfðingjum landsins á 17. öld fyrm
margra liluta sakir, ætternis, mentunar og stórhugar. Hann var sonur
eins auðugasta og ættgöfugasta manns hér á landi og hafði framast meir
en há var titt. Ævi hans, eftir að hann settist að búi, var að sónnu htt
frábrugðin ævi annara höfðingja; hann var friðsamur og óhlutdeilinn og
áUi lítt i þrætum; er ævisaga hans þvi síður söguleg en margra annara.
En hann hugleiddi og lét til sin taka ýmis mál, sem islenzkir höfðingjar
á beirri öld létu að mestu afskiftalaus, en horfðu mjög til framfara þjóð-
inni, en það voru framfarir í verzlun og ýmsum atvinnuháttum. Þó að
minst af þvi kæmist í framkvæmd og umbótutillögur hans hafi verið
fáum kunnar i heild sinni, valcti þó starfsemi lians og viðleitni mikla
eftirtekt meðal samtiðarmanna; þeir dáðu atorku hans, vitsmuni, lærdóm
°g örlæti.
Gisli hafði sérstakan álmga á jarðrækt og reyndi margar nýjar leiðir
* l>eim efnum. Hann hóf kornrækt og ræktun ýmissa garðávaxta, groðui-
Setti erlend skógartré, liör og hamp og reyndi jafnvel að útvega sér jarð-
ePli til útsæðis, en þau voru ekki ræktuð á Norðurlöndum fyr en rúmlega
hálfri öld siðar. Þessar ræktunartilraunir háru minni árangur en til var
stofnað og freistuðu því ekki til eftirbreytni; varð Gísli því ekld braul-
ryðjandi í þessum efnum, heldur eins og hrópandi i eyðimörk vanafestu
°S framtaksleysis. .
Annað aðaláhugamál Gísla var að hagnýta náttúrugæði landsins 1 fjo -
um og bergtegundum, en þá vissu mcnn sama sem ekkert um þau efni og
'mgðu, að hér kynnu að vera mikil auðæfi i góðmálmum og öðrum nvt-
sömum efnum. Gisli kom á brennisteinsvinslu i stærra stil en aður og
fékk til þess einkaleyfi hjá konungi. .
Gisli hefur skrifað ritgerð, sem hér er birt, um tillögur sinar og >in-
ætlanir, og er hún stíluð til konungs. Útgefandinn telur vafasam , a
ritgerðin hafi nokkurntíma komið fyrir augu konungs, því að liann (hnst-
jan 4.) andaðist nokkrum mánuðum síðar en ritgcrðin er dagsett, a. m. v.
er ekki að sjá, að Gisla hafi verið svarað og því siður, að tillogur^ íans
hafi verið teknar til greina eða umræðu á nokkurn hátt. Enda \ai Is an