Eimreiðin - 01.10.1939, Blaðsíða 38
382
LÝÐHÁSKÓLARNIR í DANMÖRKU
eimbeiðin
II.
Sá, sem þetta ritar hefur um fimm ára skeið kynst hinun1
danska lýðháskóla við persónulega samveru og samræður við
junsa af beztu foringjunum, bæði sem nemandi á minni og
stærri lýðháskólum og einnig sem sá maður, er hafði hlutdeild
í kenslustarfinu. Og við að leggja saman og draga frá, við að
rifja upp kostina ATið kensluna og hinn vafasamari árangur,
þá ganga hin andlegu og bætandi áhrif skólanna af hólmi með
sigurinn. Auðvitað eru mannkostir lýðháskólamannanna mis-
jafnir eins og altaf og allsstaðar, en margir meðal þeirra eru
þó tvímælalaust afburðagáfumenn, gæddir djúpri lifsreynslu,
þekkingu og mannviti.
Fyrsti skólinn, sem ég kyntist, var Danebod-lýðháskóli a
eynni Als við Suður-Jótland. Skólastjórinn heitir Frede Terkel-
sen, og er námið þar mikið mótað af hinu sífelda landamæra-
striði milli Dana og Þjóðverja. Hitinn og eljan í fyrirlestrunum
er fólgið í þvi að gera samanhurð á kostum þýzku þjóðarinnar
og því, sem mótaði sögu og líf Dana frá öndverðu. Ýmislegt í
lundarfari Suðurjóta minnir á íslendinga, því báðir hafa barist
þúsund ára haráttu gegn útlendri áþján og kynslóð eftir kyn-
slóð veitt erlendum áhrifum mótspyrnu. Engir meðal Dana
skilja okkur betur.
í nánd við Danebod-Iýðháskóla liggja ekrur og grænir skóg-
ar og lengra burtu Dybbölhæðirnar, þar sem þúsundir af Dön-
um, létu lifið í styrjöldinni 1858 og 1864. Á hverju ári fara
nemendur skólans í félagsferð til þessa merkilega sögustaðar.
Efst á Dybbölhæðunum er gömul vindmylla, sem tvisvar hefur
verið skotin til grunna af Þjóðverjum, en þó bygð upp aftur al
Dönum, og er mylla þessi margoft nefnd í danskri ljóðlist sem
sú, er fyrst og fremst malar kornið af ekrum Danmerkur. í
hugum Dana er hún nokkurskonar varða norrænnar menn-
ingar, og í því sambandi er það kannske ekki svo merkilegt, að
þróttmikið vers, sem er höggvið í harðan steinvegg myllunnar,
er ort af íslendingi, prestinum Þórði Tómassyni, sem sneri
Passíusálmum Hallgríms Péturssonar á dönsku. Versið er rit-
að á dönsku og birtist hér einnig í lauslegri þýðingu: