Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1939, Page 38

Eimreiðin - 01.10.1939, Page 38
382 LÝÐHÁSKÓLARNIR í DANMÖRKU eimbeiðin II. Sá, sem þetta ritar hefur um fimm ára skeið kynst hinun1 danska lýðháskóla við persónulega samveru og samræður við junsa af beztu foringjunum, bæði sem nemandi á minni og stærri lýðháskólum og einnig sem sá maður, er hafði hlutdeild í kenslustarfinu. Og við að leggja saman og draga frá, við að rifja upp kostina ATið kensluna og hinn vafasamari árangur, þá ganga hin andlegu og bætandi áhrif skólanna af hólmi með sigurinn. Auðvitað eru mannkostir lýðháskólamannanna mis- jafnir eins og altaf og allsstaðar, en margir meðal þeirra eru þó tvímælalaust afburðagáfumenn, gæddir djúpri lifsreynslu, þekkingu og mannviti. Fyrsti skólinn, sem ég kyntist, var Danebod-lýðháskóli a eynni Als við Suður-Jótland. Skólastjórinn heitir Frede Terkel- sen, og er námið þar mikið mótað af hinu sífelda landamæra- striði milli Dana og Þjóðverja. Hitinn og eljan í fyrirlestrunum er fólgið í þvi að gera samanhurð á kostum þýzku þjóðarinnar og því, sem mótaði sögu og líf Dana frá öndverðu. Ýmislegt í lundarfari Suðurjóta minnir á íslendinga, því báðir hafa barist þúsund ára haráttu gegn útlendri áþján og kynslóð eftir kyn- slóð veitt erlendum áhrifum mótspyrnu. Engir meðal Dana skilja okkur betur. í nánd við Danebod-Iýðháskóla liggja ekrur og grænir skóg- ar og lengra burtu Dybbölhæðirnar, þar sem þúsundir af Dön- um, létu lifið í styrjöldinni 1858 og 1864. Á hverju ári fara nemendur skólans í félagsferð til þessa merkilega sögustaðar. Efst á Dybbölhæðunum er gömul vindmylla, sem tvisvar hefur verið skotin til grunna af Þjóðverjum, en þó bygð upp aftur al Dönum, og er mylla þessi margoft nefnd í danskri ljóðlist sem sú, er fyrst og fremst malar kornið af ekrum Danmerkur. í hugum Dana er hún nokkurskonar varða norrænnar menn- ingar, og í því sambandi er það kannske ekki svo merkilegt, að þróttmikið vers, sem er höggvið í harðan steinvegg myllunnar, er ort af íslendingi, prestinum Þórði Tómassyni, sem sneri Passíusálmum Hallgríms Péturssonar á dönsku. Versið er rit- að á dönsku og birtist hér einnig í lauslegri þýðingu:
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.