Eimreiðin - 01.10.1939, Blaðsíða 57
eimiieiðin
SIÍULDASKIL
401
— Heyrðu, sagði stúlkan. Ég ætla að skila honum stóra
Guðmundi fjólunum sínum aftur. Satt að segja var mér ekki
meira en svo um að taka þær, þó að ég gerði það. Og það er
víst bezt, eins og skrifað stendur, að hver hafi sitt. Þá hefur
sá gamli ekki neitt.
Hún tók svo hnausinn með næturfjólunum, en var nú sýnu
vallari í spori en áður. Samt kom hún þessu niður á sinn stað
°g reikaði svo aftur að leiðinu til Önnu.
Þar stóðu þær ofuriitla stund hlið við hlið.
-— Lífið neitaði honum um rósirnar, sem hann þráði, sagði
Hrefna lágt. — Heldurðu að hann geti notið þeirra núna?
Anna svaraði þessu engu, en hún tók um handlegginn á
Hrefnu og sagði einbeitt:
— Nú komum við heim.
Hún sýndi engan mótþróa en lét Önnu leiða sig út úr garð-
inum og styðja sig upp i bílinn.
Anna spurði um heimilisfang hennar og ók svo af stað. Henni
fanst óratími síðan hún fór þarna um síðast, og það var eins
°g eitthvað hefði hrunið í rústir, sem hún hafði árum saman
'ei'ið að byggja upp.
Hrefna hálfmókti alla leiðina og vaknaði ekki fyr en hún
var komin heim að húsdyrum hjá sér. Þar kvaddi Anna liana
i flýti og hraðaði sér burt. Hún gat ekki fengið sig til að fylgja
henni inn. Ekki núna. Auðvitað ætlaði hún að hjálpa henni
seinna, á einhvern hátt. En helzt hefði hún kosið að þurfa
aldrei að sjá þessa stúlku framar.
Hljóðritun á jiappír.
Kússneski hugvitsmaðurinn Skvortsov gerði fyrstur manna tilraunir
^Peð hljóðritun á pappír. Nú er svo langt komið, að búið er að gefa út
sögur Mark Twains hljóðritaðar. Hljóðöldurnar eru magnaðar og settar á
Venjulegan pappír. Fyrst er þeim hreytt í ljósöldur, þeim síðan í raföldur,
°S nieð þráðlausum magnara er raföldunum svo aftur hreytt í liljóðöldur.
Franileiðslukostnaðurinn er sagður vera margfalt minni en á grammófón-
Plötum og kvikmynda-filmum. Ekki er talið ólíklegt, að áður en langt um
W«i verði farið að gefa út hljóðrit í stað venjulegra prentaðra bóka.
26