Eimreiðin - 01.10.1939, Blaðsíða 40
384
LÝÐHÁSKÓLARNIR í DANMÖRKU
eimreiðin
heimkynnin hefðu til að framleiða góða efniviði. Alþjóðlegur
skóli varð meira að beita huganum út á við en inn á við. Það
sem maður sér út á við, er auðvitað fyrst og fremst það, sem
liggur á yfirborðinu, verklegar framkvæmdir, fjárhagsmál
og þessháttar. En það, sem á dýpstar rætur í tilfinningalífinu,
sér maður ekki, því það getur maður ekki keypt hjá bóksöl-
unum. Og þótt maður komi saman með 18 eða 20 þjóðum í
senn, geta flestir aðeins gert sig lítilsháttar skiljanlega á höf-
uðmálunum, svo það verður ekki mikið um „alþjóðaborgara-
skap“ fyrir þeirra hluta sakir. Reynslan hefur sýnt, að „al-
þjóðamenn“ eru ekki til, séð frá sjónarmiði tilfinninganna.
Maður getur skapað alþjóðleg (internationnl) verðmæti, eins
og t. d. tónlist, myndlist, ljóðlist og annað af sama toga. En
það, sem skapaði hin dýrmætustu listaverk, var sem oftast
heilagur innblástur frá beztu augnablikuin lífsins í átthög-
unum.
Alþióða-iýðháskólinn í Helsingjaeyri fékk í fyrstunni sterk-
an byr í seglin, einkum meðan trúin á menningarlega þýðingu
Þjóðabandalagsins var almennari en nú. Hafa þó af og til verið
deilur 1 skólanum, því málin eru misjöfn og sögurnar sundur-
leitar. Kenslan hefur á sér mikið snið efnishyggju nútímans og
tölvísi. í heild sinni minnir kenslan þar talsvert á þjóðfélags-
fræði franska lieimspekingsins Auguste Comte, sem vildi fu
alla menn til að hugsa eins, með hjálparineðulum heilans og
reynslunnar.
Eftir námsskeiðið i Helsingjaeyri gerðist ég tvo vetur nemandi
á yfirlýðháskólanum í Askov, sem liggur í nánd við Skipalund,
hinn merkilega þjóðmenjareit, þar sem reist voru voldug
minnismerki yfir mörg látin mikilmenni. Meðal minnisvarð-
anna er stór steinn reistur til minningar um Magnús hinn góða
Norvegskonung, sem veitti Dönum lið í bardaganum mótx
Vindum árið 1043. Á steinninn að tákna hina fyrstu félagsvörn
þjóðanna á Norðurlöndum móti óvinaher. Það er engin til-
viljun, að þetta minnismerki er reist í nánd við Askov, þvl
sjálfur skólinn er arnarsetur nori-ænnar samheldni og menn-
ingar. í rauninni er þessi skóli eftirlíking þess lýðháskóla,
sem Grundtvig upphaflega barðist fyrir að yrði gerður úr vís-
indaskólanum í Sórey á Sjálandi. Grundtvig skrifar 1840 da-