Eimreiðin - 01.10.1939, Blaðsíða 28
372
DRAUMARNIR RÆTAST
himreiðin
hans. Reyndar kostaði það ekki mikil heilabrot. Hann var eim
sonurinn af fjórum systkinum, og það var því álit föður hans
og raunar líka fjölskyldunnar allrar, að hann tæki á sínum
tinia við hinu umsvifamikla fyrirtæki, og því fyrr sem hann
setti sig inn í rekstur þess, því betra.
Það var því ákveðið að hann þá um haustið færi á Verzl-
unarskólann í Reykjavík. Valur hafði ekkert við þetta að at-
huga. Hann var fyrir löngu búinn að sætta sig við þá tilhugsun
að taka við af föður sínum, og til málaralistamnnar hugsaði
hann aldrei í alvöru nema sem tómstundaverka, þótt stöku
djarfur dagdraumur flytti hann með sér út fyrir takmörk
hinnar hversdagslegu -\innu, inn í heima listarinnar og skap-
ara hennar.
Svo um haustið lagði hann leið sina til Reykjavikur, sáttur
við tilhugsunina um skólagönguna, en þó með einhverja kitl-
andi tilfinningu innanbrjósts, yfir því hvað ske kynni í hinni
miklu fjarlægu horg. Honum gekk vel í skólanum, átti létt
með að læra, eignaðist marga kunningja og vini meðal skóla-
systkina sinna og var alment vel látinn. Skólaveran, námið
og skemtanir skiftust á. Tíminn leið á skemtilegan hátt. Það
var fátt sem skygði á lífsgleði hans.
En altaf ásótti hann þráin til að skapa myndir, og margar
frístundir hans fóru til þeirrar iðju. Þarna í Reykjavík gafst
honum tækifæri til að kynnast málaralistinni, verkum ýmsra
þektra málara. Hann notaði til þess hvert tækifæri, sem hann
gat, og fór á allar málverkasýningar, sem haldnar voru.
Þannig liðu skólaárin, og Valur útskrifaðist með góðn
einkunn. Nú tók alvara lífsins við. Nú átti hann að fara að
vinna við fyrirtæki föður síns, búa sig undir framtíðina. Og
Valur gekk að því með áhuga. Hann ætlaði sér ekki að láta
það rýrna milli handa sinna, sem faðir hans hafði skapað.
Auður Þórðar Jónssonar hafði vaxið jafnt og þétt, alt sem
hann snerti við, Airtist breytast í peninga. En svo var þa®
eitt árið skömmu eftir að Valur hætti í skóla, að afturkippur-
inn kom. Hann tapaði á fisksendingu. Tapið var að vísu ekki
mikið, en samt hafði það sin áhrif. Þetta hafði ekki komið
fyrir áður, og hann varð ekki eins bjargfastur í trúnni á vel-
gengni sína.