Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1939, Side 52

Eimreiðin - 01.10.1939, Side 52
396 SKULDASKIL EIMIIEIÐIS Hún Aildi ekki binda sig, ekki láta neitt fá vald yfir sér. Hún vildi halda áfram að vera sjálfstæð og njóta hæfileika sinna. Þess vegna mátti hún ekki horfa inn í dimmblá seiðandi augu, sem gerðu hana hikandi og óvissa. Og þess vegna varð hún að forðast snertingu við mjúkar og sterkar hendur, sem hafði læst sig um hana eins og eldur þessa örstuttu unaðarstund. Víst varð henni þetta erfitt, miklu erfiðara en hún liafði ætlað í fyrstu. En auðvitað sigraði hún þá eins og æfinlega. Hún heyrði líka skömmu síðar, að hann væri farinn að drekka, og svo hélt hann hröðum skrefum niður á við. Nú var hann dáinn. En ekki átti hún neina sök á þvi. Og hún gat heldur ekki að því gert, þó að henni létti þegar hún sá látið hans í blöðunum. Það var alt annað en þægilegt að eiga það á hættu að mæta honum, eins og hann var oft á sig kominn síðustu árin. Það var sannarlega búið að eyðileggja fyrir henni of marga daga og svifta hana svefnfriði um nætur. Nú hlaut hún að geta gleymt honum, fyrst hann var dáinn og hún þurfti aldrei að sjá hann frarnar. Hún vissi vel, að hún hefði ekki átt að láta undan þessum barnaskap með rósirnar. En einhvernveginn gat hún ekki annað. Þetta hafði ekki látið hana í friði. Það var likast ógoldinni skuld. — Vitleysa. Ekki skuldaði hún honum neitt. Og nú átti þetta alt að gleymast. Hún hægði skyndilega aksturinn. Var það ekki einkennilegt, að í tíu ár skyldi hún hafa verið að reyna að gleyma hinni einu stund úr liðinni æfi, sem var ólík öllum öðrum, og móða gleymskunnar hafði ekki máð ljómann af. Samt hafði hún farið alveg rétt að. Hún var alveg sannfærð um það. Nú hafði hún ágæta stöðu, átti sinn eigin bíl og naut lífsins í ríkum mæli. En naut lnin þá í raun og veru lífsins? Já, auðvitað. Hún hafði náð því marki, sem hún liafði sett sér í æsku. Þó varð hún að játa það fyrir sjálfri sér, sem hún fól vandlega fyrir öðrum, að eitthvað var það, sem hana vantaði, eitthvað, sem hvorki vinna, peningar né skemtanir gátu veitt henni. Af hverju kom annars þetta eirðarleysi? Hún gat ekki skilið það. Ekki þurfti hún að vera andvaka um nætur, vegna þess að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.