Eimreiðin - 01.07.1955, Síða 44
188 VETRARFERÐ UM SUÐURLANDSSANDA EIMBEIBII,
messu á Hofi. Eftir messu talaði ég um skólamál við kirkjugestr
Þennan dag var veður sæmilega gott, en talsverður snjór á jörðu>
og frostið óx, þegar á daginn leið. Fregnir bárust af vondu veðn
um Suðurland, og yfirleitt spáðu menn illa. Skeiðará hafði verið
vatnsmikil undanfarið, svo að undrum sætti, og nú kreppti a<5
henni í frostinu. Sama sagan var sögð af Núpsvötnum. — Eftú
messu ákvað ég að fara inn á bæi með kirkjufólkinu. Runólfu1
hreppstjóri í Sandfelli útvegaði mér hest. Leiðin frá Hofi að Sand-
felli er ekki löng, en göturnar liggja um gróðurlausa aura og
sandöldur. Var nú riðið greitt af stað, en koldimmt var yfir,
lítt sá til vegar. Runólfur bóndi reyndi þó að gæta þess, að við
færum ekki langt út af veginum.
Um nóttina var ég i Sandfelli, en að morgni var ofsaveður a
norðaustan með miklu frosti. í Öræfum er sími á hverjum bæ, °S
fór ég nú að spjalla við Odd bónda í Skaftafelli, en ég hafði áður
símleiðis beðið hann að fylgja mér yfir Skeiðarársand. Hjá Oddi
fékk ég vondar fregnir. Veðrið var öllu verra þar en í Sandfell1-
Á Skeiðarársandi var sandrok og stórhríð. Skeiðará var vatns-
mikil, og í hana kyngdi snjó og sandi. Frostið var hart og stórai
skarir mynduðust. Hann gaf mér vonir um að komast yfir Skeið-
arársand einhverntíma um áramótin.
Mér leizt ekki vel á útlitið, en reyndi þó að taka öllu rólega-
Ég ákvað að komast sem fyrst að Skaftafelli og bíða þar byrjar
yfir Skeiðarársand. Frá Sandfelli að Skaftafelli eru um 15 km-
en í þetta sinn reyndist það tveggja daga ferð. Veðurhæð var
mikil og hart frost. Allar ár á þessari leið voru uppbólgnar af
krapi og skaraðar. Runólfur bóndi í Sandfelli er vanur vetrar-
ferðum, öruggur og gætinn, en tafsamt reyndist að komast yfir
sumar árnar, sem oft eru ekki vatnsmeiri en meinlaus bæjarlækur-
Fengum við okkur fullreynda, er við urðum að hrinda reiðskjót'
unum fram af skörinni ofan í stórgrýttan og straumharðan áliu11’
og oft var landtakan vond.
Fyrsta daginn sem ég var í Skaftafelli, lægði heldur veðrið, en
ekki kom þó til mála að leggja á Skeiðarársand. Við Oddur bóndi
áttum tal við Hannes á Núpsstað, og sagði hann allt hið versta af
Núpsvötnum. Veður fór þó batnandi, er á daginn leið, og taldi
Oddur líklegt, að Skeiðará yrði fær að morgni, ef veður lygndi-
Ég hef aldrei komið að Skaftafelli að sumarlagi, en ég hef korn'
ið þar í ágætu vetrarveðri, og ég tel að þar sé einna fegurst og ser'
kennilegasta bæjarstæði á íslandi. Skógivaxið gilið í túninu 3
Skaftafelli er líka þjóðkunnugt af fögrum myndum. í Skaftafe^1