Eimreiðin - 01.07.1955, Blaðsíða 48
192
VETRARFERÐ UM SUÐURLANDSSANDA eimbEIÐI*
nú gekk allt greiðara, þar sem Hannes hafði valið og reynt vöð-
in og markað slóðina.
Á Núpsstað fengum við ágætar viðtökur, enda var okkur þörf
á hvíldinni.
Um kvöldið var baráttan við jökulvötnin aðalumræðuefni. Hvað
eftir annað rif juðu þessir þaulreyndu vatnamenn upp atburði dagS'
ins og báru sig saman um það, hversu þeim tókst að velja vöðm-
Var ekki ólíkt að hlusta á þá og gamla sjógarpa við Breiðafjörði
er þeir ræddu um stjórn á seglbátum á hættustund. Báðum var
það ljóst, að eitt misheppnað handtak gat orðið að líftjóni.
Árla morguninn eftir lagði Oddur af stað „austur yfir sand ■
Fór hann þá Núpsvötnin á haldi, beint undan bænum á Núpsstað.
því að mikið frost hafði verið um nóttina og stafalogn. Skeiðara
reyndist öllu verri austur yfir, og mátti engu muna að hún væO
fær.------
Héraðið milli Skeiðarársands og Mýrdalssands er oft nefnt „a
milli sanda“. Þar eru sveitimar: Fljótshverfið, Síðan, Landbrotið
og Meðallandið og, vestan Kúðafljóts og Skaftáreldahrauns, Skaft'
ártungan og Álftaverið. Um þetta hérað renna mörg vötn og stor.
en þau verða nú ferðamanninum lítt minnisstæð, því að flest era
þau brúuð, en áður voru þau mikill farartálmi.
Ég fer fljótt yfir sögu á þessari leið, en þó skal þess getið, að
þegar komið er að Kirkjubæjarklaustri eða að brúnni á Skafta,
þá er um tvær leiðir að velja fyrir langferðamanninn. Efri leiðin
liggur um Skaftáreldahraun, og er þar bílfær vegur yfir hraunid’
Er hraunið þar 18 km. á breidd. Hin leiðin liggur fyrir neðan
Skaftáreldahraun, um Landbrot og Meðalland og yfir Kúðaflínt
hjá Söndum. Ég þarf að koma í Meðallandið og vel því neðri le$'
ina. En þegar ég hef lokið erindi mínu í Meðallandinu, þá kemur
það á daginn, að Kúðafljót er ófært yfirferðar, og verð ég því
fara úr Meðallandi um svonefndar Ásakvíslar, og er þá aftur kom'
ið á sjálfan þjóðveginn, þar sem öll vötn, er mynda Kúðafljót, erU
brúuð. Stærstu vötnin eru: Eldvatnið, Tungufljót, Hólmsá
Skálm. Er ekki að undra, þótt Kúðafljót sé vatnsmikið, er öU
þessi fljót falla saman, enda er Kúðafljót hjá Söndum 4—5 km-
á breidd. Þessi krókur bætti um 50 km. við hina löngu landlei®’
en um það þýddi ekki að deila við Kúðafljót.
Ferðin öll, frá Núpsstað í Álftaverið, gekk eins og í sögu. Veðr'
ið var milt og gott. Reiðskjótar yfirleitt góðir, þótt gæðingur Helga
í Seglbúðum bæri af öllum, en hann var líka ættaður frá NesjUIfl