Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1955, Side 58

Eimreiðin - 01.07.1955, Side 58
202 ÁSTIN ER HÉGÓMI EIMREIÐIN færíngu sinni sagt þau orð, sem opnuðu honum aðgang og urn- ráð að því, sem hann gimtist framar öllu. Ég eignaðist Grænavatn. Árin liðu. Okkur Margréti farnað- ist vel. Hún var mér góð eiginkona og tryggur förunautur. Aldrei bar neitt á milli fyrr en þið Katrín fóruð að draga ykkur saman. Konan dró ykkar taum. En þá sagði ég sömu orðin og kvöldið forðum: „Ástin er hégómi“. Konan horfði hrygg á mig. „Fannst þér það líka, þegar þú varst að biðla til mín?“ Ég stóð agndofa. Hún hafði engu gleymt. „Kannske það hafi alla daga verið bara Grænavatn — ekki ég?“ sagði hún. Ég gekk þögull burtu. Dagarnir, sem á eftir fóru, urðu engir sæludagar. Konan var þögul og stúrin. Katrín gekk með grátna hvarma. Það tók því líka. Nei, Katrín þurfti sannarlega ekki að kvarta. Jörðina hafði ég hýst svo, að hvergi var veglegri húsa- kostur í allri sýslunni. Mýrina hafði ég ræst fram og þurrkað og sléttað þýfið í túninu. Jörðin bar nú 500 fjór, 20 kýr, 10 hesta, 50 hæsni og 15 svín. Allt var skuldlaust. Allt þetta átti Katrín að erfa eftir minn dag —. Álitlegt —- og svo vom þær samt að brigzla mér um, að ég væri að gera Katrínu óhamingjusama. Slúður —. Stúlka, sem erfir slíkan auð, getur aldrei orðið óham- ingjusöm, sagði ég við sjálfan mig og horfði með velþóknun yfir tún og engi, þar sem grasið bylgjaðist. Prestur sat náfölur. Hann hafði sýnt dóttur sinni mikið misk- unnarleysi, þessi gamh maður, og hann iðraði þess ekki einn sinni nú, er hann stóð við dyr dauðans. Katrínu skorti ekki biðlana. En hún vísaði þeim öllum á bug- Ég lét það svo vera. En er Björn á Mói kom, lagði ég að henm að taka honum. Hann er góður búmaður, með afbrigðum hag- sýnn og vel fjáður. Með þeim var jafnræði. Honum hefði ég tru- að fyrir jörðinni. Prestur hristi höfuðið. „Ef þú ætlar að neyða mig til þess að eiga Björn, þá geng eS í ána“, sagði Katrín. Ég gleymi aldrei þeirri skelfing, er lýsti úr augum Margrétar, er Katrín mælti þessi orð.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.