Eimreiðin - 01.07.1955, Qupperneq 58
202
ÁSTIN ER HÉGÓMI
EIMREIÐIN
færíngu sinni sagt þau orð, sem opnuðu honum aðgang og urn-
ráð að því, sem hann gimtist framar öllu.
Ég eignaðist Grænavatn. Árin liðu. Okkur Margréti farnað-
ist vel. Hún var mér góð eiginkona og tryggur förunautur.
Aldrei bar neitt á milli fyrr en þið Katrín fóruð að draga ykkur
saman. Konan dró ykkar taum. En þá sagði ég sömu orðin og
kvöldið forðum:
„Ástin er hégómi“.
Konan horfði hrygg á mig. „Fannst þér það líka, þegar þú
varst að biðla til mín?“
Ég stóð agndofa. Hún hafði engu gleymt.
„Kannske það hafi alla daga verið bara Grænavatn — ekki
ég?“ sagði hún.
Ég gekk þögull burtu. Dagarnir, sem á eftir fóru, urðu engir
sæludagar. Konan var þögul og stúrin. Katrín gekk með grátna
hvarma. Það tók því líka. Nei, Katrín þurfti sannarlega ekki að
kvarta. Jörðina hafði ég hýst svo, að hvergi var veglegri húsa-
kostur í allri sýslunni. Mýrina hafði ég ræst fram og þurrkað og
sléttað þýfið í túninu. Jörðin bar nú 500 fjór, 20 kýr, 10 hesta,
50 hæsni og 15 svín. Allt var skuldlaust. Allt þetta átti Katrín
að erfa eftir minn dag —. Álitlegt —- og svo vom þær samt að
brigzla mér um, að ég væri að gera Katrínu óhamingjusama.
Slúður —. Stúlka, sem erfir slíkan auð, getur aldrei orðið óham-
ingjusöm, sagði ég við sjálfan mig og horfði með velþóknun
yfir tún og engi, þar sem grasið bylgjaðist.
Prestur sat náfölur. Hann hafði sýnt dóttur sinni mikið misk-
unnarleysi, þessi gamh maður, og hann iðraði þess ekki einn
sinni nú, er hann stóð við dyr dauðans.
Katrínu skorti ekki biðlana. En hún vísaði þeim öllum á bug-
Ég lét það svo vera. En er Björn á Mói kom, lagði ég að henm
að taka honum. Hann er góður búmaður, með afbrigðum hag-
sýnn og vel fjáður. Með þeim var jafnræði. Honum hefði ég tru-
að fyrir jörðinni.
Prestur hristi höfuðið.
„Ef þú ætlar að neyða mig til þess að eiga Björn, þá geng eS
í ána“, sagði Katrín.
Ég gleymi aldrei þeirri skelfing, er lýsti úr augum Margrétar,
er Katrín mælti þessi orð.