Eimreiðin - 01.07.1955, Page 60
204
ÁSTIN ER HÉGÓMI
eimreiðiN
„Svo dó Margrét mjög snögglega, eins og þér munið. Hún hne
niður, þar sem hún stóð. Þegar ég kom að, var hún örend. Jax'ð-
arför fór fram. Vegleg jarðarför. Nágrannapresturinn jarðsöng
hana. Fólk mun ekki hafa haldið, að ég tregaði hana. En sann-
leikurinn er sá, að er ég stóð yfir henni liðinni, kom eitthvað
yfir mig, sem aldrei hefur vikið frá mér síðan. Daginn, sem hún
andaðist, sat ég yfir henni allt kvöldið og alla nóttina. Ég vék
ekki frá henni fyrr en dagur reis.
Eftir jarðarförina var tómlegt í húsinu. Ég sökkti mér ofan 1
vinnuna. Fyrir kom, að ég gleymdi því um stund, að Margret
væri dáin. Þegar heim kom bar við, að ég kallaði hástöfum:
„Margrét, hvar ertu?“
Katrín kom þá hlaupandi með öndina i hálsinum og sagði:
„Manstu ekki, að mamma er dáin?“
Þá ýtti ég Katrínu frá mér, gekk inn í svefnherbergið og lsesti
að mér. Ég skildi ekki sjálfan mig. Eins og ég hef drepið á, elsk-
aði ég ekki konuna mína. Ég velti því aldrei fyrir mér hvort hun
væri lagleg eða ólagleg. Ef ég hefði verið spurður, hvort hun
væri brúneyg, bláeyg eða gráeyg, hefði ég ekki getað svarað þvl-
Nei, ég vissi ekki hvað ást var.
Ég reyndi að hrinda þessum ömurleika frá mér, en hvað stoð-
aði það? Margrét var sí og æ í huga mér. Loks kom að því,
ég tók að vanrækja vinnuna. Ég lá og lézt vera veikur, lokaði
mig inni og bragðaði hvorki þurrt né vott.
Fólkið gaf mér kynlegt auga. Sumir ráðlögðu mér að leúa
læknis. Ég hummaði það fram af mér. Vissi, að enginn læknn-
gat læknað mig. Fróun var mér, að enginn skildi hvað að m®1
amaði. Á þessum einverustundum læddist ég oft um húsið, m
einu herbergi í annað. Hið sama hafði Margrét gert, til þess að
athuga hvort allt væri í röð og reglu. Mér fannst stundum sem
Margrét fylgdi mér á þessum göngum. Ég heyrði létt fótatak
í nánd, stundum fast við hlið mér, stundum að baki mér, stund-
um var eins og hún svifi fram hjá. Þá settist ég og starði u111
allt. Ég vonaði að sjá henni bregða fyrir, þótt ekki væri nema
augnablik.
Oft kom Katrín hlaupandi og spurði, að hverju ég væri að leiW-
„Leita“, hváði ég kuldalega. „Ég er ekki að leita að neinn-