Eimreiðin - 01.07.1955, Síða 72
216
í GÆR ...
EIMIiEIÐIF''
í fyrravor, þegar ég fór suður, til að vinna mér inn fyrir ljósrx
sumarkápu, urðu þau pabbi og mamma ein eftir heima. Strand-
ferðabáturinn kom ekki framar við á Dageyri. Þaðan voru all-
ir flúnir, nema þessar tvær gömlu og slitnu manneskjur, sern
enginn mundi lengur.
Já, fyrir sunnan gleymdi ég löngum þeim, sem heima biðn-
Ég hafði ekki einu sinni orðið mér úti um ljósu sumarkápuna,
þegar ég lofaðist ungum amerískum flugliða. Ég var þá enn 1
gömlu kápunni minni og gekk á eins konar tröllkonuskóm, forn-
gripum, sem aldrei höfðu sézt fyrir sunnan. Ég var eins og hvei
önnur tötrughypja við hlið unnusta míns, sem var alfullkornn-
unin sjálf í minum augum. Og þó trúði ég því í einfeldni minm,
að ég væri honum meira virði en allt annað í heiminum.
Guð minn góður, hvað ég hlakkaði til að eignast falleg fót-
Og einn sólskinsdag, í sláttarbyrjun, hljóp ég til móts við pdl'
inn minn, með nýlagt hárið, bjart eins og skíragull, undir snjo-
hvítum barðastórum hatti, á svifléttum hvitum skóm og í þunnri
ljósri kápu, sem bar sama ht og nýslegnu garðarnir í bænum-
Aldrei hafði fótatak mitt verið léttara og liprara, augu nun
blárri né fyllri af ást og unaði, handtak mitt hlýrra en ein-
mitt þennan dag.
Ég skildi piltinn minn ævinlega og alltaf, nema þegar ham1
talaði um hlutverk sitt í stríðinu, en hann var nýkominn xtf
eldlínunni, þegar við kynntumst. I hjarta mínu trúði ég ÞV1
naumast, fyrr en að liðnum jólum, að hann væri í raun °&
veru alvörustriðsmaður.
„Stundum féllu sprengjurnar á lítil þorp,“ sagði hann, °S
brosið hvarf af andliti hans. Og hann sagði: „Við urðum
að
skjóta á þessi þorp. Það var óhjákvæmilegt. Stundum eru þý®
ingarmikil mannvirki byggð í skjóli vinarlegra smábæja.“
Ég hafði lesið svona lýsingar í blöðunum án þess að komast
við, en þegar ég heyrði piltinn minn segja frá þessu, varð e$
bæði hrærð og óttaslegin. I ágúst fékk hann stutt orlof, gleym
að tala um stríðið og elskaði mig úti í náttúrunni, þar sem da
lítil á rann hljóðlega milli blómskrýddra bakka og fuglar sung11
sumarljóð í laufi. Ég sagði honum, að nú væru þau pabbi °&
mamma að afla heyja fyrir kúna og kindurnar. Og ég sag
honum frá litlu vinarlegu húsunum heima á Dageyri og sveita